Gagnrýni á LOTR(Karlasaga) Verið öll blessuð og sæl, ég ætla hér að fara gera grein um hvað margir menn í heiminnum hafa gagnrýnt hvað það eru fáar konur í LOTR. Þetta er bara sem ég hef heyrt og gluggað í sumum bókum.
Mér persónulega finnst sagan frábær svona og ég hlusta ekki bullið í þessum mönnum sem græða ekkert á því að rakka söguna niður.



Það eru ekki margar konur í Hringadróttinssögu en þær konur koma samt oft fyrir í bókinni eins og Jóvin sem meira að segja drepur höfðingja Hringvomana.
Arven því miður kemur ekkert svo mikið fyrir í sögunni en þó samt á fáum blaðsíðum.
Galadríel, hún kemur nú fyrir í sögunni á þó nokkrum blaðsíðum.
Þá er búið að nefna upp konunar sem að koma helst við sögu(Hringadróttinssögu, ég er ekki að tala um Silmerilinn þar sem Lúþíen kemur við svo að þið fáið ekki áfall)og samt eru fullt af mönnum sem er hundfúlir yfir þessari sögu en vindum okkur nú í gagnrýnina sem ég hef heyrt.



Ég hef heyrt að margir kalli þessa sögu bara enhverja karlasögu og hún sé að vanmeta konunar, þvert á móti. Allar konunar sem koma fyrir eru stórfenglegar. Meira segja skrifaði einhver Hringadróttinssögu hatari nafnið “Gandalf svona ”Gandalth“ og gætti þessa að gera það til að gera enn meira í ljós hversu mikið hann var á móti Hrinadróttinssögu. Margir þessara manna sögðu að það væri allt of fáar konur í þessari bók og hún væri alveg glötuð vegna þess. Að sjálfsögðu er þetta stríðsbók og háðar miklar orrustur og til eru ekki margar sagnir að konum í baráttu nema þeim mikilfengnustu eins og ”Jóhanna af Örk“ og það má segja að Jóvin hafi verið svona eins og Jóhanna af Örk í Hringadróttinssögu. Jóhanna af Örk lét líf sitt fyrir land sitt en Jóvin var reiðubúin í það og gerði allt til að vernda sitt land og hún barðist fyrir það sem henni þótti vænt um.


Ég skil ekki þessa menn sem eru að þessu, þeir eru kanski milljón á móti öllum sem dá Hringadróttinssögu. Það er ekki eins og Tolkien sé að reyna gera lítið úr konum með þessari sögu, ónei!!!


Það er þetta bara komið þó að þetta hafi verið hrottalega stutt en mér langar að segja að ég er að koma með betri greinar á næstunni, endilega skrifið í áliti um hvað þið viljið heyra.


Heimildir: bókin ”Tolkien og Hringurinn" og svo líka úr hausnum á mér.


*J*D*M*