Tröll Víst er það að nú á að halda aðra greinasamkeppni og er ég tilbúinn í slaginn. Að sjálfsögðu má ekki gleyma tröllunum þar sem þetta eru nú ansi sterkar og magnaðar verur, og ætla ég því að skrifa grein um tröllin sjálf. Ég mun reyna finna eins mikið efni og ég get um tröllin og bæta jafnóðum inní það sem ég hef bæði heyrt og veit. En allavega byrjum á greininni!!


Eins og ljóst er eru þetta stórar verur og mjög sterkar sem eru undir þjónustu hiðs illa. Tröllin voru næstum eins og menn í laginu en með uggvænlegan svip í andliti. Þau voru miklu hærri og breiðari í laginu heldur en menn. Þau höfðu hreistraða húð og stóra flata fætur með engar tær og blóð þeirra var svart.

Tröll voru frekar heimsk heldur en gáfuð. Þau bjuggu ekkert til né sköpuðu. Tröllin söfnuðu öllum fjársjóðum sem þau stálu, og átu oft verunar eða fólkið sem þau stálu frá. Tröll höfðu enginn tungumál nema sum stein-tröll í Eriador. Þeim hafði Sauron kennt hina illu Svartu-tungu eða “Black Speech”.



Tröllin voru ótrúlega sterkar og kraftmiklar verur og var erfitt að ráða þeim bana. Helsti veikleiki þeirra var sólarljós, því þá urðu tröllin að steini.


Tröll lifðu í Mordor, Suður Mirkviði, Þokufjöllum og meðal annars í Moría, og í Ettenmoors í Eriador, þar sem er skógur kallaður Trollshaws er staðsettur.



Tröllin bjuggu við ýmis skilyrði, það voru Helliströll, Hlíðartröll og Fjallatröll. Það gætu hafað verið til Snjótröll: Helm Hammerhand var líktur eitt slíkt, þrátt fyrir að engar staðreyndir finnist fyrir Snjótröllum. Stein-tröll gætu hafa verið sérstakt afbrigði af tröllum, eða að þetta hafi verið almennt hugtak sem notað var yfir tröll sem breyttust í stein við sólarljós.


Það er mjög líklegt að tröll voru búin til úr steini upprunalega. Það var sagt að tröll voru búin til af hinum illa myrkrahöfðingja Morgot. Hugsanlega til að koma fram á sjónarsvið veru af illu sem réði við Entur. En Tolkien sagði:


“Ég er ekki viss um tröll. Ég held að þetta séu einhverskonar klónun af
Entum nema það að tröllin voru ill og þjónuðu öllu illu. Af þeim sökum breyttust
þau í steinmyndir í sólarljósi. En það eru aðrar tegundir af tröllum fyrir utan þessar
frekar fáránlegu og ruddalegu stein-tröll, sem aðrar upprunalegar tegundir gefa til
kynna.”



En aðrar tegundir af tröllum, Tolkien meinti augljóslega Olog-hai, æðri tegund af tröllum búin til af Sauron í lok þríðju aldar. Það er ekki vitað hvað Sauron notaði til að búa til tröllin eða hvernig hann fór að því. Í óútgefnu efni, sem virðist vera vísun í Olog-hai, stingur Tolkien uppá eftirfarandi:”Það virðist augljóslega að þeir voru afbökun af frumstæðum mönnum”.



Olog-hai tröllin gátu staðist sólarljós og voru miklu klárari heldur en önnur tröll. Þau voru stór og kraftmikil og húð þeirra sterk sem steinn. Þau skildu tungumálið Svörtu-tungu eða “The Black speech”, þó þau varla sögðu eitthvað á því máli. Þau lifðu nálægt bæli Saurons, Dol Guldur, í suður hluta Mirkviðs og í fjöllum Mordors. Olog-hai tröllin voru algjörlega undir stjórn Saurons og hlýddu eingöngu hans skipunum.



Þá er fræðslan um tröllin búin og vona ég að þetta hafi eitthvað frætt ykkur meira um tröllin þar sem það eru mörg leyndarmál á bak við tröllin.



Heimildir: www.tuckborought.net og svolítið ú hausnum mínu. Ég vil líka vekja atygli á því að Þarna sem stendur “En Tolkien sagði” og svo kemur bréf eða það sem hann sagði er svolítið brenglað.



Þar sem þetta hefur nú verið þýðing af síðunni ákvað ég að koma með mitt álit. Gjörið svo vel!!



Ég hef alltaf haft gaman af tröllum hvort sem það var úr LOTR eða einhverju öðru, en sérstaklega úr LOTR. Ég man þegar ég sá fyrst Hellis-tröllið úr LOTR Föruneyti hringsins, það fannst mér magnað þótt að þetta hafi nú verið skáld hjá Peter Jackson. Tröllið virkaði heimst eins og það átti að gera og var allt jákvætt við atriðið. En tökum svo dæmi: það var ekki mikið um tröll í bókunum nema kanski Hobbitanum en í myndunum voru tröllin eins og hver önnur skeppna, það var í lagi en það líka ekki allt í lagi. Tröll eru mjög skemmtilega fyrirbæri og skemmtilegar allr um þau, svo finnst mér alveg magnað hvernig tröllin í Hobbitanum komust yfir Glamdring, sverð Gandalfs. Þannig hafið þið það, stórkostlegar verur.



JDM