Eomer jæja! Þetta verður nú mín síðasta grein í greinasamkeppninni en vona þá að hún verði ekki síst eins og málshátturinn segir. Hún mun fjalla um Eomer og þetta skýrir sig allt sjálft. Njótið!



Eomer sonur Eomund og Theodwyn, á systur að nafni Eowyn. Hann var mikill knapi og reiðmaður, bar sverð að nafni Guthwine og reið hestinum Firefoot. Hann var trúr sínu landi og þjóð, og hinum sanna konungi sínum.
Hann var fæddur árið 2991 á þriðju öld og dáinn 3063 á fjórðu öld.
Hann hafði heilan hestaskara sér í þjónustu, 120 riddarar sem voru trúir honum og landi sínu og þjónuðu hverri skipun hans.


Þegar Eomer varð eldri, varð hann hár og sterkur, honum var falið að vernda East-mark eins og faðir hans. En faðir hans, Eomund, dó 3002 á þriðju öld.


Eomer giftist konunni Lothiriel og eignuðust þau son að nafni Elfwine.Eomer var trúr konungi sínum eins og segir hér fyrr í greininni en eins og segir þá deyr Theoden og verður Eomer þá konungur Róhan.


Þetta eru svona helstu upplýsingar um hann en núna kemur hér fyrir neðan mitt álit á honum.


Þegar er lýst að hann sé trúr konungi sínum, þá segir það sig bara sjálft hvernig persóna hann er. Hann er þá viljasterkur og vill þjóna þá sínum konungi, verja land sitt og þjóð. Það sínir það að honum þykir vænt um sitt nánasta og er ekki sama.


Mér persónulega finnst hann frábær persóna þó að hann komi ekki mikið fyrir, það sem segir mér það er það að það heyrist ekkert nema gott af honum.


Þetta er nú styðsta greininn hingað til en þetta var nú bara svona til að fræða ykkur smá um hann Eomar.