Já, ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég ætti að skrifa upp og niðurstaðan er sú að ég ætla að skrifa upp “Uppáhalds bókin mín, LOTR*****” aftur en í nýjum búningi. Það verður allt breytt núna og miklu meira efni t.d. Þegar ég las Hobbitan. Ég mun reyna vanda mig eins mikið og ég get og passa uppá allar reglunar sem voru settar fyrir. Ég skrifa þetta næstum allt uppá nýtt en sumt verður kanski alveg eins og í fyrri greininni. Ég vona að þetta verði skemmtileg grein og að þið hafið gaman af að lesa þetta.



Þetta byrjaði allt einn góðan veðurdag að lestrarátak var að ganga í garð og og mig langaði þá að taka einhverja langa bók, eða um þrjúhundruð blaðsíður. Já rakst ég ekki á Harry Potter á bókasafninu, bókavörðurinn sagði mér að þetta væru stórskemmtilegar bækur og hún mælti eindregið með henni. “Bækur” sagði ég og hún svaraði “já bækur, það eru til númer eitt, tvö og þrjú og þær verða sennilega fleirri”. Hún sagði að ég væri með bók númer tvö í hendinni svo ég ætti að bíð eftir að bók númer eitt myndi skila sér aftur á bókasafnið. Nei, það gerði ég ekki heldur tók bókina og ætlaði mér að bíða eftir að eitt myndi koma inn og taka hana þegar ég væri búinn með tvö. Skrítið, ég hóf lestur og varð bara mjög hrifinn. Það var óvenju skrítið því að ég var ekki mikið fyrir að lesa og las bara áður fyrr Myndasögusyrpur. Þegar ég hóf lestur skildi ég ekki mikið í þessu og hélt að McGonagall væri karlmaður og skildi ýmist ekki hvað verið var að tala, hverjar voru þessar persónur, staðir og margt fleira. Jæja, næstum um leið og ég var búinn að lesa Harry Potter tvö þá var allur bærinn byrjaður að tala um þennan Harry Potter galdradreng. Stuttu síðar kom svo Harry Potter eitt á filmu og beint í kvikmyndahús og var hún svo sýnd um land allt, ég trúði þessu bara ekki og fannst eins og ég hefði komið öllu þessu Harry Potter æði af stað. Þar kom svo að því að ég hóf lestur á Harry Potter þrjú og var hún besta bókin hingað til því ég hélt að fjögur yrði þá betri.



Já svo leið svona dágóður timi þangað til ég fór í bíó á Harry Potter eitt og fannst mér hún alveg frábær. Þá komu framm allar ráðgáturnar sem ég velti fyrir mér og skildi ég þá Harry Potter fullkomlega. Að vísu fannst mér leiðinlegt að hafa ekki bara biðið eftir Harry Potter eitt og tekið hana svo á bókasafninu því að myndin var allveg stórskemmtileg, hvað þá bókin.
Svo kom að því að ég var heima hjá einum vini mínum og var eitthvað að horfa á “Making the Fellowship of the Ring” og var eitthvað að tauta að þessi mynd væri ekki nærri því jafn góð og Harry Potter, sagði að þetta væri bara einhver rugl mynd. Já þarna var ég nú aðeins of fljótur á mér að dæma eins og margir yrðu sammála mér. Svo kom þessi mynd í bíó, ég fór ekki á hana heldir var bara eitthvað að ráfa um. Svo líður enn tími og ég er að bíða eftir að það verði búið að þýða Harry Potter fjögur svo ég geti keypt mér hana að systir mín fer eitthvað að segja að ég ætti að sjá Lord of the Rings: Fellowship of the Ring. Hún bíður mér heim til kærasta síns og segist ætla að leigja Fellowship of the Ring fyrir mig. “Já allt í lagi” sagði ég og sagðist þá ætla að hitta hana föstudagskvöldið og gista þá hjá henni.




Það líður smá tími og ég bíð einhvernveginn óvenju spenntur eftir að fara til hennar og horfa á myndina, og ég sem bölvaði hana. Já föstudagur rennur upp og ég fer í Reykjavík að hitta hana.
Við fórum strax á næstu Videoleigju til að reyna fá Fellowship of the Ring á DVD. Heppin við, það var bara einn DVD diskur eftir af Fellowship of the Ring inni. Við förum heim og byrjum svo að horfa á myndina um nýju leytið því að myndin var í rúma þrjá klukkutíma, eins gott að byrja bara strax að horfa. Já, myndin byrja og endar, ég var ekki sáttur við myndina og hreifst ekki alveg af henni. Nema eitt og það var atriði með Balrogginum, það var magnað.
Næsta dag fór ég í Kringluna með systir minni og fór hún eitthvað að versla sér föt en af einhverjum ástæðum kaupi ég mér hreinlega Lord of the Ring:Fellowship of the Ring á VHS. Síðar, þegar við erum á leiðinni út fer systir mín svo að segja að það séu til bækur um þessa sögu. “Af hverju léstu mig ekki vita af því strax” sagði ég og hún svarði þá “ég bara var búinn að steingleyma því”. Ég varð yfir mig kátur og sagðist ætla kaupa mér bækurnar eins fljótt og ég gæti.


Já það var liðinn langur tími og var ég búinn að lesa allar Harry Potter bækurnar sem komnar voru út, eitt, tvö og þrjú. Ég fór á bókasafnið og sá þar í einni hillunni eitthvað “Hobbitinn” og fyrir neðan J.R.R.Tolkien. Ég tók bókina úr hillunni og fór að bókaverðinum og lét hana stimpla bókina á mig. Eftir skólan fór ég heim og hóf lestur á bókinni og las litlar 102 blaðsíður, ég bara trúði þessu ekki, ég sem var vanur að lesa svona 20-30 blaðsíður í einu. Ó já, ég kláraði hana á þremur dögum og var yfir mig hrifinn, las meira að segja 185 blaðsíður á seinasta deginum. Hobbitinn var besta bókin sem ég hafði lesið og beið ég spenntur eftir að geta keypt mér Lord of the Ring:Fellowship of the Ring. Það var svo seinna mér eftir að ég las Hobbitan að ég komst að því að Tolkien hafði mikinn áhuga á Íslandi og af forndægrum okkar þjóðar. Þetta kom mér mjög á óvart og varð hann enn meira metinn í mínum huga.
Já rétt eftir að ég var búinn að lesa Hobbitan fór ég í bíó á Lord of the Rings:The Two Towers. Sú mynd var alveg ágæt. Það bara versta var að sjá ekki lengri útgáfuna í bíó því ég vissi að hún yrði betri.



Þá kom að því, ég var loksins að fara kaupa Lord of the Rings:Fellowship of the Ring. Ég hóf svo lestur daginn eftir að ég keypti mér bókina. Ég varð mjög hrifinn og sagði bara hreinlega “Harry Potter, þú ert ekki lengur til í mínum huga” Lord of the Rings var miklu skemmtilegri bók heldur en þessi Harry Potter bók. Harry Potter var bara dropi úr hafinu miðað við Lord of the Rings. Það sem meira var, var ég farinn að hata Harry Potter, þetta var bara algjör þvæla…. Þessi bók. Já svo var ég búinn að lesa helvíti langt í Lord of the Rings og fannst bara mjög gaman. Skemmtilegt að lesa þegar Fróði og þeir hittu Tuma Bumbalda og hvernig bara öll sagan var öðruvísi en myndin. Það var margt sem ég var ósáttur með í myndinni, hvernig Peter Jackson lét allt verða og hvernig hlutirnir hófu sig og enduðu. Nema tvö atriði, og þau voru bardaginn við Amon Hen og þegar Gandalfur berst við Balrogginn. Mér fannst þessir bardagar bara mjög vel gerðir og engu að síður skemmtilegir. Ég var svo búinn með bókina á rúmlega einum mánuði. Það sem meira var, keypti ég mér svo The Two Towers og The Return of the King þegar ég var að verða búinn með Fellowship of the Ring.



Strax eftir að ég var búinn með Fellowship of the Ring hóf ég lestur á The Two Towers. Það var alveg magnað að lesa og fór ég næstum yfir um af spennu. Ég gat ekki slitið mig frá ævintýrinu. Alltaf um leið og ég var búinn að lesa einn kafla(ég les alltaf einn kafla í einu)þá lá ég svona í rúminu og fór yfir allt sem ég var að lesa í huga mínum. Það var alltaf gaman að lesa og tala ég nú ekki um þegar Fróði og Sómi hitta Smjagal, það var alveg rosalegt, magnþrungið hvernig höfundurnn lýsir þessu ævintýri. Og ég las og las þangað til að komið var að því þegar og Smjagall sveik Fróða og Sóma og þegar ég komst að því að hann var að tæla þá til Skellu/Shelop. Ég var alveg að drepast úr spenningi þegar Sómi berst við Skellu og þegar Orkanir ná svo Fróða en sem betur fer þá tekur Sómi hringinn og kemst að því þegar Gorbrag og Shargat eru að ræða saman að Fróði er enn á lífi.
Mér fannst skemmtilegt þegar þeir hittu Faramír og lesa fund þeirra. En það var að vísu algjörlega út í hött Hvernig Peter Jackson lætur það vera að Faramír lætur Fróða og Sóma koma með sér til Osgiliað(man ekki í bili hvernig það er skrifað) og það allt.
Það sem meira er var líka magnað að lesa um bardagan í Hjálmsdýpi. Það var samt leiðinlegt þegar Peter Jackson lét það verða að láta Haldír koma með her sinn að skipun Elronds. Það fannst mér frekar lélegt því það er eins og það er verið að lækka tign mannana. Þetta var nefninlega sigur Róhans í Hjálmsdýpi.
Já, mér fannst alveg stórkostleg að lesa um þegar Trjáskeggur kom við sögu eða Treebird og hvernig þeir fóru í orrustu við Ísarngerði og jöfnuð allt við jörðu þar nema turninn Orþanka, leystu stífluna og létu vatnið flæða niður í neðanjarðar holurnar að hellana. Ég las bókina á rúmlega einum mánuði og hafði alveg verulega gaman af og það sem meira var var ég alveg ánægður með það að Peter Jackson lét ekki atriði með Skellu vera í The Two Towers.



Jæja, hóf ég svo lestur á The Return of the King. Það var mikil skemmtun. Ég var bara ánægður með bókina og hef ekkert út á hana að segja, eins með hinar tvær. Ég fóralveg yfir um af spenningi alla bókina og hlakkað til þangað til það var eytt hringnum, hvort það myndi gerast eða ekki. Orrustan á Veggjavöllum var líka alveg rosaleg og hvernig þetta bara allt æxlaðist. Ég hef ekki mikið meira að segja nema kanski það að það var alveg frábær skemmtun að lesa þessa sögu eða goðsögn því ég trúi alveg að þetta hafi kanski einhverntíman gerst.
Það tók mig alls þrjá mánuði að lesa þetta meistaraverk og get ég ekki nú lifað án þess.
Víkjum nú aðeins að myndinni, ég var ekki ánægður með hana. Mér finnst að það ætti að vera Héraðshreinsun og það var alveg tóm steypa hvernig það var eytt hringnum. Það að eyða hringnum hefði átt að fara nákvæmlega eins og í bókinni.

Þá kom nú að því þegar ég var að fara í ferðalag á Akureyri og tók ég mér þá Silmerilinn með mér sem ég tók á bókasafninu. Án hans hefði ég ekki geta verið á Akureyri því það var ekkert að gera þarn og ég gisti á einhverju gistihúsi við fjallsræturnar. Allavega þá var það alvega magnað að lesa þetta sannkallað stórvirki hvernig þata allt gerðist og skemmti ég mér mjög við að lesa. Gaman að lesa alla þessa leyndardóma sem komu fyrir í Lord of the Rings sem skýrast allir þarna í Silmerlinum. Svo eytthvað sé nefnt, Beren og Lúþíen.Þetta var frábær skemmtun engu að síður og var ég rúmlega sjö daga með bókina.



Þá fer þetta nú að fara verða gott og er ég hér búinn að rekja Lord of the Rings ævisögu mína. Vona að þið hafið haft gaman af þótt þetta hafi verið sum úr fyrri grein mynni. Dæmið nú Skynsamlega.

*J*D*M* Takk Ynnilega Fyrir******



Dæmið frá eigin hjarta!