Uppáhalds bókin mí,LOTR****** annar hluti Jæja er ég nú hér aftur og er að þessu sinni að fara að segja ykkur annan hluta af “Uppáhalds bókinni minni,LOTR*****”. Ég mun fjallum þegar ég las silmerilinn og svona smá meira um LOTR sögunar.



LOTR:


Ég hef nú rakið söguna mín í stórum dráttum og langar nú að segja aðeins meira sem ekki kom fyrir í hinni greininni. Ég keypti bókina stuttu eftir að ég sá LOTR á DVD heima hjá systir minni og varð alveg yfir mig hrifinn af útliti bókarinar eða kápunni. Ég las fyrsta kaflan og fannst alveg rosalega gaman að lesa söguna,Daginn eftir las ég annan kaflan og fannst mjög skemmtilegt að lesa þegar Gandalfur rakti sögu Gollum. Svo liðu tímar þangað til ég las kafla þar sem Tumi Bumbaldi kom við sögu og fannst skrítð þegar hann sagði að hann væri næstum fyrsta lífveran sem kom til Mið-garðs,svo las ég áfram þangað til að var komið á fákan fjöruga sem er nafn í lagi á svona krá. Mér fannst alveg fáránlegt þegar í myndunum kom að því atriði með Stíg. Þegar Stígur tók þá inní herbergið sitt og og Hobbitarnir bara strax treystu honum. Nema í bókinni þá tók heillangan tíma að vinna traust Fróða,rétt svo bréf Gandalfs dugði til að hann treysti Stíg. Bókinn var alveg stórkostleg og var alveg rosaleg frá upphafi til enda.


Þegar ég var að verða búinn með Föruneyti hringsins þá keypti ég mér Tveggja turna tal og hilmir snýr báðar í einu ég raðað þeim í hilluna mína en nei hvað var að þær voru ekki í svona kassa eins og hinar bækurnar. Ég fór í bókabúðina í Keflavík og fékk kassa sem passaði máturlega utan um bækurnar. Ég keypti mér líka blán límrúllupappa og límdi utan um kassan og sko bara bækurna pössuðu í og ég varð mjög ánægður.


Þar kom að því að ég hóf lestur á Tveggja turna tali og var ég heltekinn af bókinni ég hugsaði ekki um annað en LOTR. Stuttu síðar dreymdi mig draum sem mig langar að segja ykkur frá og hafið gaman af.

Ég var Legolas og ég(Legolas)Gimli og Aragorn vorum við Amon Hen að berjast við Uruk Hai Orkan þegar allt í einu vorum við einir eftir þarna og enginn var þarna nema við og Okarnir. Aragorn lá þarna allt í einu Dáinn með sveðju í hausnum. Ég og Gimli vissum ekkert hvað við áttum að gera svo að við ráfuðum kringum Aragorn allan drauminn sem eftir var. Skýringinn sem ég hef verið að finna út afhverju við vorum bara ráfa þarna um er sú: Aragorn er dáinn svo að sagan gat ekki haldið áfram því að Aragorn deyr ekki þarna.

Þegar ég fór að lesa svo aftur um ferð Sóma og Fróða var mér heldur betur skemmt það var alveg magnað að lesa þegar Gollum kom til sögunar og hvernig þeir fykruðu sig áfram alla leið að turninum Cirið Ungul(man ekkert hverni það er skrifað).

Svo kom að því,Hilmir snýr heim. Mér fannst mjög leiðin legt að þegar ég var búinn með bókina að þá myndi ég aldrei Aftur lesið bókina í svona mikilli spennu. Svo fannst mér alveg út í hött hvernig Peter Jackson lét eyða hringnum í myndinni. Hann átti aðláta þetta gerast alveg nákvælega eins og í bókinni. Mér fannst líka gaman að lesa þegar Þjóðan og reið hans hitti Gan Búrí Gan og hvernig Þeir styttu sér leið. Mestu vonbrygðin voru sú að ekki fá að sjá Héraðshreinsun,það var nú Hobbiti sem eyddi hringnum og það er ekki eins og við fáum að sjá mikið um heimaland hans og svoleiðis. Þá er ég að tala um að fá að sjá Héraðshreinsun ekki á lengdri útgáfu ef hún verður þar þá.


Já þetta var nú svona aðeins meira en nú vík ég sögunni þegar ég las Silmerilinn.


Það var um ferðalag,ég tók Silmerilinn á bókasafni og tók hann með. Ég las bókina á sjö dögum,það var líka ekkert um að vera á Akureyri(ég fór þanagað í ferðalag í sjö daga) og skemmti mér bara vel við að lesa. Ég lifði mig alveg inn í ævintýrið og fannst gaman að lesa um öll stríðin. Ég mæli með þessari bók og vona að það hafi verið gaman að lesa þetta þó að það hafi verið rosalega stutt saga um Silmerilinn.

Svo núna fyrir stuttu var ég að kaupa meir LOTR á ensku í einu bindi eins og Tolkien vildi gefa Bækurnar út og er mynd af Gandalfi framan á eftir John Howe. Bókin er um 1200 bls og inniheldur hún viðauka F sem er ekki í íslensku þýðingunni.

*J*D*M*