Hér ætla ég svona að skrifa mitt álit á Lord of the rings sögunum og hvernig ég varð mikill aðdáandi John Ronalds Reuls Tolkien rithöfundi Lord of the rings sögunum. Þetta verður svona eiginlega ævisaga mín meðan ég las LOTR . Lestu alla greinina þetta er ekkert um Harry Potter það er bara hvernig LOTR kom til sögunnar,Lestu bara.


Það byrjaði allt einn góðan veðurdag að það var að koma lestrarátak og ég valdi Harry Potter bækurnar til að lesa og það var allt í góðu með það. Ég ljómaði allur eftir að hafa lesið Harry Potter og fannst bara bókin virkilega góð. Ég talaði ekki um annað en Harry Potter næstu dagana og það var bara eins og ég hefði komið þessu Harry Potter æði af stað. Ástæðan fyrir því er sú að leið og ég var eiginlega búinn með Harry Potter tvö kom Harry Potter eitt í bíó og allir allt í einu farnir að dýrka þennan Harry James Potter galdradreng,allir töluðu ekki um annað en Harry Potter. Já svo leið smá tími að Harry Potter þrjú kom út og auðvitað las ég hana og fannst hún besta bókin í bili því eg bjóst við því að fjögur yrði betri. Nei!!! Er ég ekki svo heima hjá vini mínum og er eitthvað að horfa á hvernig Föruneyti hringsins var búinn til(making the fellowship of the ring). Ég var eitthvað að röfla að þessi mynd myndi ekkert slá Harry Potter æðinu við og að hún væri bara dropi úr hafinu samanburðið við Harry Potter. Þarna var ég nú of fljótur á mér að dæma eins og margir yrðu sammála mér.



Það líður smá tími og systir mín er eitthvað að segja að ég eigi að sjá LOTR Fellowship of the ring,hún sagði að ég væri eitthvað skrýtinn að fara ekki á hana í bíó. Ég sætti mig við það að hún bíður mér heim til kærasta síns og við horfum á myndina og allt í góðu með það. Ég fell ekki alveg við myndina en fannst atriði með Balrogginum alveg magnað en afgangurinn ekkert sérstakur. Daginn eftir fer ég með henni í Kringluna og hún fer eitthvað að versla sér föt en af einhverjum ástæðum kaupi ég bara hreinlega LOTR Fellowship of the ring á VHS. Systir mín missir svo bara einhvernveginn út úr sér að það séu til bækur um þessa mynd. Ég verð yfir mig kátur og segist ætla kaupa mér bókina eins fljótt og ég get og málsátturinn “Góð bók er gulli betri” er svo sannarlega að sanna sig á LOTR bókunum.



Eftir þó nokkurn tíma les ég Föruneyti hringsins og verð svo yfir mig kátur og segi nú bara bless við Harry Potter bækurnar þær voru ekkert í samanburðið við LOTR bækurnar. Ég sá meira segja eftir því hvað ég hafði bölvað bækurnar mikið. Mér fannst svo gaman að lesa kaflana sem ekki komu fyrir í myndunum og sagði svo alltaf um leið að það væri ekki hægt að líkja bókunum við myndirnar,í mínum augum er ekki hægt að líkja bókinni við myndirnar þó að myndirnar séu ágætar. Það tók mig alls þrjá mánuði að lesa allar bækurnar og ég las ekki á föstudögum,laugardögum og sunnudögum en á öllum virkum dögum,ég las meira segja þegar ég var fárveikur með fjörtíustiga hita og var að drepast í hausnum. Þetta hljómar kannski furðulega enn þetta sínir ást mína á bókunum,það má enginn annar snerta þær nema ég,það má ekki koma vond lygt inn í herbergið hjá mér og ég þvæ mér alltaf um hendurnar áður enn ég kem við bækurnar. Já þannig er nú það. Þetta er nú svona ævisaga mín á LOTR sögunum í stórum dráttum en núna hér fyrir neða kemur mitt álit á LOTR sögunum.






Álit mítt á LOTR:


Þetta er gríðarlega skemmtileg saga og hún hefir verið í uppáhaldi hjá meir síðan ég kláraði að lesa hana og það mun engin engin engin önnur bók koma í staðin fyrir hana. Mér finnst alveg rosalega gaman að skoða kortin úr sögunum og glugga svona öðru hvoru í bækurnar. Mér finnst rangt að búa til mynd um sögurnar því að það eiðileggur alveg heiminn sem aðrir eru búnir að ímynda sér. Ég er mikkil aðdándi Tolkien og hef gaman af því að lesa skriftir hans. Blessuð sé mynning hans og megi hann hvíla í friði sem góður rithöfundur og hefir hann breytt lífi mínu því að nú sé ég hvað hann vill meina með sögunum og vona að þið komist að því ens fljótt og þið getið. *J*D*M*