Markaðsstemmning, jólagleði, förðun, smákökur og rómantík í rökkrinu.

Skoðaðu nú í skápa og hirslur og athugaðu hvort þú finnir ekki eitthvað sem þú vilt losa þig við á fatamarkaðinum þann 17. desember næstkomandi. Hægt er að vera sniðugur og skrá sig á bás svo að líklegur tískufatnaður eða óskapnaður fái að njóta sín á einhverjum öðrum. Það má selja, skipta, gefa og kaupa, svo að það er um að gera að láta þetta fréttast! Því fleiri, því skemmtilegra.

Tónlist og kynning á bókinni Förðun – þín stund. Höfundur bókarinnar, Þuríður Stefánsdóttir, ætlar að koma til okkar og ljóstra upp hvernig alvöru konur setja upp andlitið. Hárgreiðslu dama mætir og sýnir hvernig á flækja einum eða tveimur jólahnútum í hárið, og enginn skal verða undrandi ef eitthvað verður um lifandi tónlist.

Hægt er að skrá sig í gegnum mail á molinn1@gmail.com. Þar þarf að koma fram nafn, sími og e-mail. Eða bara hringja í síma: 570-1646. Ath. 16 ára aldurstakmark.

Skráning verður að berast seinastalagi mánudaginn 15.desemeber.
Uppsetning á básum verður á þriðjudeginum en markaðurinn sjálfur hefst á miðvikudaginn 17.desember klukkan 17.00.

Ekkert verður rukkað fyrir pláss né við innganginn svo það er um að gera og kíkja aðeins við. Ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega hafa samband og forvitnast.

Komdu og keyptu, seldu og prúttaðu ef þú bara kannt það. Það er aldrei að vita nema þú finnir jólakjólinn.


kv.Molinn

www.molinn.is