Ég þarf virkilega að fara laga til.

Ég var að komast að því að klístrið á gólfinu mínu sem ég hélt að væri bara venjulegt… gosklístur eða eitthvað, væri blóð.
Blóð úr fugli líklegast samt.
Svo var eitthvað á gólfinu mínu sem ég hélt að væri bara eitthvað rusl, en ég fór og skoðaði þetta aðeins betur réttáðan og þetta er mjög líkt fuglshjarta.
(Ég á tvo ketti, ég hef séð fuglshjarta áður)
Og þetta er búið að vera þarna í þónokkra daga!

Svo eru alveg í minnsta lagi 3 2lítra gosflöskur við hliðina á rúminu mínu,
og ég er hrædd að líta undir rúmið því það gæti eitthvað verið búið að mygla og stökkbreytast þarna undir.

Hjá speglinum mínum, sléttujárninu og öllu því er skápur, undir honum eru eyrnapinnar, bómullarhnoðrar (sem ég btw tek bara upp þegar ég þarf að nota og læt venjulega detta aftur á gólfið aftur)

Á skrifborðinu mínu eru glös, diskar, skálar, djúsfernur, geisladiskar, myndir, bækur, blöð, og ég bara veit ekki hvað helmingurinn af þessu er og síðan hvenær þetta er.

Á gólfinu fyrir neðan sjónvarpið eru föt, allavega þrjú handklæði, nokkur belti, heeelling af snúrum sem ég veit ekkert hvert leiða og hver veit hvað annað.

Í RÚMINU MÍNU er myndavél, 6-7 koddar, köttur, 4 bolir, bók, penni, varalitur (og ég nota ekki varalit), sæng, nokkrir bangsar og fullt af fötum.

Og hver veit hvað kemur í ljós þegar ég fer að laga til.
Þ.e.a.s. EF ég nenni því.