Dularfullu Jedi-riddaranir horfnir(spoiler á kalfa þrjú Stjörnu-stríðs Kvikmynda) Verið sæl og blessuð, það er langt síðan ég skrifaði grein á Stjörnu-stríðs áhugamálinu en þannig er mál með vexti að það er mikið búið að vera gera hjá mér en núna víst að sumarfríið er að byrja hjá mér ákvað ég að bretta upp ermanar og láta verki fara tala. Nú mér langar að veka mikla athygli á þessa þætti sem verða milli þriðja of fjórða kafla Stjörnu-stríð kvikmyndana, vekja umhugsun á því hvar allir riddaranir hafa horfið og þá hvert, ég ætla reyna hafa þetta hvetjandi grein og lífga upp á samræðunar hérna á þessu áhugamáli og koma með umhugsunargreinar og þá kanski fróleik fyrir suma ef ég kemst að orði. En snúum okkur að efninu og þá er “hvar skal nú byrja”…..



Eins og nú þegar við höfum komist af þá er búið að gjörsigra alla riddararegluna eða þingið hjá riddurunum, eins og sást á hvíta tjaldinu þá voru allir helsu meðlimir þess útrýmdir nema Kenobi,Yoda og Skywalker ungi. Það var nú meira blóðbaðið og sárnaði mér þótt ég vissi þetta yfirvofandi fyrir að sjá alla þessa háttvirtu riddara myrta á hrottalegan og lúmskulegan hátt en svo í senn fannst mér það gríðalega flott hvernig múskin og hvernig þetta var allt þegar var sínt helstu meðlimi þingsins myrta, þegar klónarnir stoppa og snúast í varnarstöðu og ekkert hik en í senn stöðu til að ráðast gegn riddurunum. Við vitum öll sem lesa þessa grein að þegar hinn ungi Skywalker gengur inn í riddara-Musterið og hefur þá aðeins það eina markmið að tortíma öllum lifandi riddurum þar inni en eins og við sáum þá komst einn strákurinn undan honum sem talaði við hann og sagði eitthvað við Skywalker “hvað eigum við að gera” og þá “blizzz” í geislasverðinu og fannst mér undarlegt að sjá hann aftur þegar Bail Organa koma á þotunni og þá stökka hann framm þegar hann var á leið burt og drap þar nokkra Klóna og þá fór ég að hugsa “hafa ekki fleiri unglingar ná svona frammistöðu og náð á flýja eitthvert burt. Ekki skal vanmeta aldurinn í mættinum sannast þarna á þessari stundu, svo ungur riddari að sleppa frá Skywalker segir mikið um að margir hafi örugglega sloppið en þá naumlega.



Svo þegar maður hugsar um þetta þá fer maður að spá í ”hvert skal halda, hver á að fara". Þeirri spurningu verður ekki auðveldlega svarað en eins og við vitum þá fór Kenobi til Tatooine ásamt Luke og fór með hann til fjöldskyldu sinnar en Leia fór með Bail Organa. Yoda fór til Dagobah-kerfið og virtist fullkominn felustaður því græn vera og græn pláneta full af gróðri og ógeðslegu vatni og engum hefði dottið í hug að leita þar.
En nú er það með hina riddarana, hver hafa þeir farið??? Það er alveg fráleitt að halda sér ennþá á Coruscant því þar myndu þeira finnast strax. Að fara á plánetu eins og Kashyyyk væri mjög freistandi því að Yoda var jú kominn með gott samband við Vákana og það líka að fela sig uppí tjrám og vera undir verndarvæng váka væri ekki svo slæmt en þá kæmi það hvort að það myndi ekki koma vákunum í hættu því að þetta er jú þekkt pláneta og svo er það líka að Keisarinn myndi auðvitað hugsa skýrt og vita það og lesa hug þeirra sem færu þangað ef hann myndi setja sig í spor þeirra, þið vitið hvert ég er að fara…… Vákarnir háð orustu gegn veldinu og veldið vill örugglega með glöðu geði tortíma þessari plánetu ef þess væri þörf. Þá er það Tatooine, pláneta ræningja spilavítissjúklingum og allskonar uggvættum. Það væri tilvalið að ná að fela sig þar líkt og Kenobi gerði, fá annað nafn og gera sig af einhverju vitfirringi annað en hann er. Vera í borg eins og Mos Eisly og fela sig hreinlega í holræsunum og bíða þolinmóður og láta svo seinna meir til skara skríða. Svo væri auðvita ekki verra ef það væri hægt að gera samnning við verunar þarna út í Dune Sea og vera í stóru flykki á beltum og hriflast þarna áfram um óendanlegan sand. Svo langar mér að tala um Nar Shaddah… Þessi er bara í tölvuleikjunum og þetta myndi ég telja fullkomna borg til að fela sig í alveg eins og Coruscant nema bara ekki eins mikil hætta á að finnast.


Ég get haldi mjög lengi áfram að finna plánetur en markmið mitt í þessar grein var að fá ykkur hugara að hugsa um einhverja góða felurstaði. Hvar geta riddarnir verið, hver fann hina fullkomnu plánetu og hefur kanski ekki enn komið í ljós. Endilega segjir frá nokkrum en það læt ég ykkur HUGARA um… Gjörið svo vel, vekjum Stjörnu-stríðs áhugamálið upp aftur, hvernig var það foruð þegar allt var sprikklandi og ungt, HVAR ER OLD SCHOOL segji ég nú bara????????


*J*D*M*