Nú hef ég lagt lokahönd á að horfa á STARWARS Old Trilogy og sömuleiðis unnið KOTOR í dark side og light side og langaði mig þess vegna að skrifa hér smá grein um myndirnar og bara smá um leikinn þar sem ég hef tjáð mig um hann, leikinn. Ég mun aðalega fjalla um aukaefnið sem fylkir Trilogy-uni þar sem það var alveg magnað. En vindum okkur í efnið.


STARWARS: Old Trilogy


Mér finnst gæðin vel góð og alveg magnað hvernig það er hægt að gera svona stórmyndir ógleymanlegar á svona diskum. Myndirna eru vel pússaðar frá því seinast og er ekki annað hægt að segja en að þetta sé algjös snilld. Nú atriðin sem voru bætt var bara helvíti vel gert finnst mér eins og með skrímslið sem var ruslapressunni á Death Star hvernig það var búið að bæta það. En svo eru myndirnar alveg eins og langaði mér þess vegna bara helst vera tala hér um aukaefnið.


Ég er búinn að horfa á allt aukaefnið og finnst mér það mjög svo magnað þar sem voru þar aukaefni sem aldrei hafa áður sést. Eins og saga Trilogy-unar sem voru rúmir 2,1/2 tímar sem er helvíti langt miðað við heimildarmynd, finnst mér allavena. En Samt sem áður var þetta alveg magnað. Skemmtilegt að sjá hvernig leikararnir eru í dag og sjá þegar það var verið að vleja leikarana, sjá bara hvernig þetta allt æxlaðist. Mér persónulega fannast þetta stórskemmtileg og er ég glaður yfir að hafa keypt Trilogy-una þar sem ég er algjör STARWARS aðdáendi.


KOTOR:


Það var gaman að vinna leikinn og langaði mér bara segja að það er helvíti töff að vinna hann í dark side þótt að ég var kominn alveg í dark side þá var ég kominn með alveg þvílikt mörg dark side point í viðbót. Langaði bara að segja þetta.