Ég var að hugsa:

Ég er nú enginn fornmunasafnari en hins vegar bullandi Þýskari inni í mér (.. Og ég hef ekki hugmynd um af hverju;D) svo að ég var að spá dálítið. Mig hefur lengi, lengi, langað í Luger-skammbyssu en það er líka margt á óljósu hjá mér varðandi þetta mál:

I. Þarf maður ekki tilskilin leyfi fyrir eign á slíkum dýrgrip? Er ekki einhver ákveðinn aldur þá fyrir slíkum leyfum?

II. Hvar væri best að nálgast dýrgrip sem þennan? (Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum) Þá er ég ekki að meina að fólk eigi að benda mér bara á netið heldur vera dálítið nákvæmari. Bara hvað sem er hjálpar!

III. Ég geri mér einnig grein fyrir að slíkur gripur kosti ríflega fjárupphæð og er hún fyrir hendi en annars þá má fólk gera mér betri hugmynd um hvers konar verðhugmynd mundi vera á grip sem þessum.

Í fjórða lagi þá endilega svara mér og það með einkapósti og ég bið bara um blíðleg svör og helst frá aðilum sem telja sig hafa að segja eitthvað um málið þó að ég geri ráð fyrir að þeir séu ekki margir hér.

Takk, takk og gleðileg jól allir;D