Já ég er þreytt. Þreytt á íslenskum strákum. Þreytt á djamminu. Þreytt á skyndikynnum og strákum sem vilja bara aftaníhossast. Þreytt þreytt þreytt!!

Er til of mikils mælst að kynnast góðum strák með hausinn og hjartað á réttum stað? Ég er farin að halda að þeir séu annaðhvort allir fráteknir eða í felum.

Og hvað er með rómantíkina nú til dags? Ég talaði við vinkonu mína um daginn og hún sagðist vera orðin uppiskroppa með hugmyndir til að gera með kærastanum, ég nefndi við hana að það er alltaf sniðugt að fara í sund, út að borða eða jafnvel bara leigja spólu og hafa það kósý og svarið sem ég fékk var nei hann nennir aldrei í sund og það er dýrt að fara út að borða og svo hló hún bara að mér þegar ég nefndi það að leigja spólu. Nei nei þau ná í allt af torrent bara og horfa á það jafnóðum. Hvað er að ske?

Ohh pirruð. Greinilegt að það er bara út að vera rómantískur og að vilja vera í öruggu sambandi!