Ég hef stundað huga lengi vel, síðan löngu áður en 94 og 95 módelin fóru að leka hingað inn eins og enginn væri morgundagurinn. Óneitanlega sakna ég gömlu góðu daganna, þegar meðstjórnandi minn Oops hét Sora, Skuggi85, Lecter, Tigercop, Fantasia og fleiri goðsagnir voru uppá sitt besta, JReykdal var konungur vor, korkarnir á /tilveran voru á forsíðunni og /syndir var ennþá í notkun og fullt af trollum. Þessir tímar voru svo sannarlega gullöld huga.is og hún er liðin. Reyndar hef ég ekki...