Ég lít á Sorpið sem einskonar “rusl-áhugamál” huga, þar fer allt sem passar ekki á hin áhugamálin. Ef maður vill bara deila einhverju með hugurum þá er ágætt að leita hingað, ef maður vill fíflast þá er þetta staðurinn. Hinsvegar sé ég ekki tilganginn í því hjá þér að koma hingað og kvarta yfir því að þér þyki sorpið ekki hafa neinn tilgang, það eina sem þú græðir á því eru fullt af reiðum sorpurum :) Ef þetta pirrar þig svona svakalega þá myndi ég bara reyna að forðast þetta áhugamál,...