Ég skil ekki hvað vandamálið er við að þurfa að klæðast peysu (ég skil að það er ömurlegt að þurfa að hylja tattúin en hún var að tala um að það hefði liðið yfir hana)…varla er engin loftræsting á skrifstofunni og svo þarf peysan ekki að vera þykk ullarpeysa. Annars er ég sammála að það er fáránlegt að hún þurfi að gera þetta, sérstaklega þar sem hún er ekki einu sinni í kringum viðskiptavinina.