Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ASS
ASS Notandi frá fornöld 30 ára karlmaður
528 stig
Skoðun mín er eingöngu byggð á óhrekjandi staðreyndum.

Costa de Coms Tundawn (0 álit)

í Ljóð fyrir 11 árum, 4 mánuðum
Costa de Coms Tundawn Mannshugurinn máttlaus og sköpunarverkið farið til fjandans í offorsi; auðgunar og útlegðar, átröskunarsvalls og ormaétinna jólagjafa. Einhliða upptaka efasemda um óendanleika sálarinnar hrjáir þrjátíuogtvær hugsjúkar lýs úti á hjara hundsrófu, meðan á trýninu sitja holdsveikir boðberar nýja heimsins. Á þessum fríðustu og bestu gyllinboðum græna hersins sitja ástsjúkir einyrkjar og eldheitar ungmær með typpi. Grasið er grænast í Asíu en þangað komast engir nema þeir sem...

Hljómfagra rósin (4 álit)

í Ljóð fyrir 11 árum, 4 mánuðum
Getur verið dáldið óþjált í upplestri. Rhythminn er 5 slög á línu sem gefur 3 í þögn á milli lína, og áhersla lögð á stuðlun. Þannig styttast að sjálfusér aukaatkvæðin og ljóðið rennur ljúft í gegn.. vona ég… Væri gaman að fá að heyra frá fólki um hvað það heldur að ádeilan snúist. Hljómfagra rósin Þar sem skipið sökk einn dag í smáum læk, og sólin leit á vatn, sem er löngu þornað. Hljómaði rósin í hugunum ofur stórtæk, hreyfði eitt lauf og gat þar gegn heiminum spornað. Og lærðist þar ám og...

Þrenna (8 álit)

í Ljóð fyrir 11 árum, 5 mánuðum
Það sem þarf til að yrkja ljóð Hugskotsböl og hlandvolgt öl og hjarta í tilvistarkreppu stundardvöl í sálarkvöl án sárrar andgiftarteppu Draumurinn Darraðardans í draumi ég stíg á dánumanns beinabrotum; villtan Vals, uns ég lyftist og flýg á velþöndum vængjum yfir djúpan gíg og fæ þar að eygja mitt eigið víg engjast og kominn að þrotum. Vesæll og veikburða niður ég hníg og vakna á koddanum votum. Hjólastóll og blásýra Af þungu lífi og þungum limum þunga segi ég sögu í dag, af dreng sem að...

Lausmælgi (3 álit)

í Ljóð fyrir 11 árum, 8 mánuðum
Í dag hef ég ekki stundað Huga svo árum skipti (og í raun var ekki ætlunin að byrja á því aftur núna..). Hinsvegar kemur það fyrir við og við að ég fer að finna fyrir ógurlegri þrá í gagnrýni og niðurrökkun og þessvegna leita ég aftur á náðir þessa forna félaga sem mér þykir Hugi vera í dag. Í dag fann ég læðast innra með mér þörfina fyrir því að demba fram vísnavitleysingum og bíða svo átekta. Hér fylgja 3 ljóð sem eru mér öll frekar hjartfólgin og ég hef samið á mismunandi tímabilum sem ég...

Bráð hætta (7 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Smá tilraun og æfing í frásagnarlistinni sem mig langar að deila með fólki. Segir frá sama óvenjulega atburðinum frá sjónarhorni tveggja mismunandi persónuleika og hvernig þeir bregðast við á mismunandi hátt, sem leiðir þó að sama endanum. — 1. Fótatak fyrir ofan. „Þeir eru fleiri.“ Hún vippaði sér upp stigann og út um hlerann. Úti voru þrír menn tilbúnir, þeir beindu allir að henni Walther P99 skambyssum, ógnandi en með hræðsluglampa í augum. Hún vissi nákvæmlega hvað hún átti að gera,...

Tutorial: Að bæta við ljósi (19 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hér eru tvær fyrir og eftir myndir. Herbergi Skógur Ég er reyndar aðeins búinn að fikta með litinn á skóginum, en það er bara color balance fyrir áhugasama. — 1. Myndin er tvöfölduð, Ctrl+J 2. Með gluggamyndina fór ég í Filter, Blur og Motion Blur. Angle: 39, Distance: 214 Í skóginum var það Radial Blur, Zoom, Best, Amount: 100. 3. Blending mode efri layersins í Lighten. 4. Opacity í 49 á herberginu og 81 í skóginum. Eins og Tommi Bergs er vanur að orða það: ,,Einfalt, létt og skemmtilegt!" kv. ASS

Einfaldur mosaic effect (Tutorial) (3 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Tutorial sem btw er þýtt n. einkatími k.; námsfundur k. tekinn af http://www.dutchdesignz.com, njótið. — Ég byrjaði með þessa mynd hér og þessa hérna. 1. Þið takið einhverja mynd af eigin vali, og duplicate-ið hana, ctrl+J. 2. Farið í Filter, Pixelrate og Mosaic og veljið ykkur einhverja skemmtilega cell size á milli 20 og 40 (fer allt eftir stærð myndarinnar). 3 Farið aftur í Filter en í þetta skiptið skulið þið kíkja á Sharpen og svo Sharpen. Þetta breytir ekki miklu en gerir sterkari skil...

Ring! (4 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ekki beint smásaga heldur strætóatriðið í lengra skáldverki sem ég klára kannski einhverntíman. Sagan gengur sem stendur undir vinnuheitinu “Ring!” Hún segir frá 10. bekking sem heitir Magnfreð. Hann hundleiðinlegur uppreisnarseggur og snýst sagan um atburði sem koma honum til manns. — Hann stökk út og hljóp í átt að strætóskýlinu en þegar hann nálgaðist sá hann hvar strætó var að leggja af stað burt. Helvítið var 3 mínútum á undan áætlun. Hægt rölti hann áfram og settist niður í skýlinu....

Teoríur FAQ (9 álit)

í Sorp fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Hvaða lifandi vera hefur ekki spurt sjálfan sig yfir serjósinu, kornflexinu eða þaðanaf sætara hvað í andskotanum teoría sé, en aldrei fengið eitt einasta svar. Teoría á ekkert skilt við diarrhea (lesið dæjaría) og heldur ekkert skilt við blýant (lesið blíjant). Í sem stystu máli er teoría notað á sambandi við stjórnmála teoríur. Guð má vita hvað það merkir, og því spurð ég einmitt Guð. Hann svaraði:,,Teoría er fluga sem gerir suðið í gömlum hátölurum, og þó þeir séu ekki það gamlir." Og það...

Börnin (7 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Börnin, óafvitandi um þær áhyggjur heimsinns er þau munu þurfa að bera, á herðum sér. Sitja rykfallin í skólastofunum. Eitt af öðru munum við falla í botnslausan pitt heimskunnar.

BB King, part I (5 álit)

í Jazz og blús fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Vegna þess hve ferill meistarans spannar langt tímabil hef ég ákveðið að skipta honum niður í tvær greinar. – Riley B. King fæddist 16. September 1925, á svokölluðu Delta svæði í Mississippi. Hann er að margra mati besti elektróníski blues leikari í heimi. Faðir hans yfirgaf hann og móður hans þegar hann var smábarn og mamma hans lést er hann var 9 ára. Þá fór hann að búa hjá ömmu sinni í Kilmicheal. Hans mesti innblástur kom frá predikaranum og mági móðurfrænda hans, Archie Fair. BB King...

Stærðfræðilaus Heimur (30 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Palli var ekki einn í heiminum, en Palli var nokkuð annað, Palli var í stærðfræðilausum heimi. Einn morgun um miðjan vetur vaknaði Palli, hann gekk út og sólin skein hátt á lofti. Palli lagðist í grasið og fletti bók, enn hvað lífið var dásamlegt. Hann fékk sér göngutúr og stoppaði við hjá kókhrúgunni sem var fyrir utan einn kofa. Hann greip sér tvær doldið stórar flösku, opnaði aðra þeirra og byrjaði að drekka. Kókið var gott og lífið var dásamlegt. Síðan fór Palli aftur heim, þar beið hans...

Tveir skondnir (7 álit)

í Húmor fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Skipsbrotsmenn voru fastir á eyði eyju en heyrðu alltaf stanslausan drumbuslátt. Eftir nokkurn tíma fundu þeir nokkra eyjaskeggja og spurðu þá hvers vegna trommurnar stoppuðu ekki. Þá svöruðu innfæddir með nokkrum skelfingar svip:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.“ Skipsbrotsmennirnir urðu forvitnir og nokkru síðar spurðu þeir hvað gerðist ef trommurnar stoppuðu. Enn og aftur svöruðu innfæddir:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.” Skipsbrotsmennirnir fóru að verða órólegir og reyndar hálf...

Tutorial: Frost (6 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég byrjaði með þessa mynd. http://www.cyclingphotos.freeserve.co.uk/bigpic/waterfall.jpg Útkoman sést ekki nógu vel á þessari litlu mynd svo þið þurfið að prufa sjálf til að fá almennilega útkomu. 1. Farðu í Image, Rotate Canvas, 90°CW. 2. Filter, Stylize, Wind. Method: Wind, Direction: From the Right. 3. Aftur í Image, Rotate Canvas, 90°CCW. 4. Nú hefurðu grýlukerti en vitlausan lit, því ýtirðu á Ctrl+U. 5. Hakaðu við Colorize og stilltu eftirfarandi, Hue: 225, Saturation: 30, Lightness:...

Ferð til London (16 álit)

í Húmor fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Einu sinni fóru íslensk hjón í helgarferð til London. Þau fengu fallegt herbergi á þokkalegu hóteli en þegar þau komu inn á baðherbergið sáu þau að það var enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákváðu því að skrúfa nokkra króka í vegginn, en vildu nú fyrst biðja um leyfi til þess hjá húsverðinum. Á meðan karlinn stökk út í næstu verslun til að kaupa króka hringdi eiginkonan í húsvörðinn. Hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunar því svona. Konan: Jess, hello, ken æ tokk...

Satisfactories (3 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þetta átti í upphafi að vera texti við lag en þegar ég sá hvert stefndi áhvað ég að kippa undan því laginu. – Rain droppes on heads of blind people, driven by imagined batteries of satisfactories No matter what anyone does, to them we are all the same, shit why should they care a bit Satisfactories under control of a world we think is free we, the ants play our usual role, nothing happens they don’t see. Every war is fought between satisfactories. Everything that has gone wrong they have...

Tutorial: Einfaldur himinn (10 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég nota þetta á allar náttúrumyndir sem ég teikna í photoshop. Þar sem ég get í augnablikinu ekki sett neina mynd á netið nema þessa litlu til hliðar, þá væri gott ef þið póstuðuð link á útkomuna hjá ykkur og ég commentaði það. 1. Gerðu nýtt skjal, ég notaði 1024x768 en það getur líklega verið minna. 210 pixla upplausn. Bakgrunnslitur skiptir ekki máli. 2. stilltu á Gradient tool, G. ýttu á örina sem vísar niður við hlið litabreytingarinnar sem valin er uppi. Þar er önnur ör sem vísar til...

Leikjatölfur (23 álit)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Leikjatölfur eru ekki svo gamlar, og þess vegna hef ég verið að velta fyrir mér hhvernig það hafi verið fyrir 2 áratugum, því þá hefur ekki verið mikið um leikjatölfur. Núna hinsvegar eru leikjatölfur nánast allstaðar tökum sem dæmi PlayStation frá SONY þær hafa farið alveg fram úr sér, það er nánast ný komin PS one þegar komið er PlayStation 2. Eins og geislaspilarar, þeir eru aðeins u.þ.b. árs gamlir en eru núna aðein hræódýrt drasl sem til er á hverju heimili, og svo eru löngu komnir...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok