Ég er með ofangreint hjól til sölu. Það er uppfært stýri(e. Fatbar) ásamt ASV kúplings- og bremsuföngum, einnig eru óupprunaleg haldföng. Það er búið að endurnýja keðjutannhjólin að framan og aftan(ný keðja fylgir einnig)O-ring er á sem stendur. Það var sett nýtt kerti og nýjan kúplingsbarka í það í maí/júní síðastliðinn. Það var skipt um pakkdósir í framdempurunum í byrjun mars. Það er ekki upprunaleg vatnsdæla heldur Boysen og að lokum er tiltölulega nýtt afturdekk og 5mm þykk slanga(michellin).

Viðhald á hjólinu í stórum dráttum er eftirfarandi: Skipt um olíu á 4-5 keyrslna fresti og olíusíu í annað hvert skipti sem ég skipti um olíu að tilgreindum fresti. Loftsíuþrif eru alveg háð rykmagni umhverfisins en þó reglulega þótt að ekkert ryk sé. Þrifnaður er að keyrslu lokinni. Auðvitað er einnig séð um minniháttar viðhöld svo sem herslu á teinum og sjá til þess að keðjan sé böðuð keðjufeiti svo eitthvað sé nefnt.

Enn nánari upplýsingar ef eitthvað er þá hafið samband(svo sem keyrsluna á hjólinu).

Verð*: 400.000 krónur íslenskar(beinharðir peningar stg.). Búningur getur fylgt með þó án hjálms.

Lækkun á verði án búnings er ásættanleg.*

Hafði samband með því að senda mér einkapóst til geta haft enn nánara samband til að geta fengið senda mynd af hjólinu o.fl.

Joð°Dé°Emm