Ljósmyndun Þessi er tekin á Grundarfirði í ágúst 2002 - þegar Bylgjulestin var í bænum, hvorki meira né minna!
Mér finnst þessi mynd alltaf dálítið fyndin því þarna sjáum við unglingahljómsveitina týpísku (takið eftir pringles dollunni í buxnavasanum hjá stráknum lengst til vinstri), gaur í kagga á “rúntinum” ásamt kærustunni og svo er þarna piltur til hægri sem horfir öfundaraugum á hljómsveitina úr hæfilegri fjarlægð. ;)
Og til að kóróna þetta eru svo gamaldags og litríku húsin þarna baksviðs og jökullinn trónir svo yfir þessu öllu saman.
Íslensk smábæjarsæla, anyone?