Ljósmyndun Þessi mynd er tekin í Heiðmörk, nánar tiltekið í skógarlundinum austan við Torgeirsstaði (held ég?) um miðnætti í júní 2002.
Þessi mynd er tekin á svarthvíta Ilford Pan-F 50 ASA filmu (framkölluð í ID11 fyrir áhugasama).
Myndin er samsett því ég “fókus-bracketaði”, þ.e. ég tók cirka 5 aðskildar myndir þar sem ég fókuseraði á bakgrunninn, miðjuna, forgrunninn o.s.frv. og svo var þessum myndum skeytt saman svo úr yrði ein mynd þar sem allt væri í fókus (eða svo til).