Andartaks skortur á umburðarlyndi getur kostað ævilanga eftirsjá
því þetta erfið mál er erfitt að útkljá
Að geta þagað er ágæt íþrótt
að gera svona er of ljótt
Á misjöfnu þrífast börnin best.
Það sér maður fyrir rest
Bæ má af barni þekkja
það þýðir ekki að blekkja

Best er að segja hverja sögu sem hún gengur.
Að ljúga virkar ekki lengur
Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur.
Hún kemur seinna aftan að ykkur
Enginn kann úr annars hálsi orð að kjósa.
En betra væri að sleppa niðurbroti og frekar að hrósa
Enginn skyldi spyrja fiskinn um það, sem gerist á landi.
freðýsan er oft í slæmu andlegu ástandi

Ekki má vita hver gefur öðrum bita.
Það þýðir ekkert yfir yfirlitið að lita
Ef þú vilt ekki að neinn viti það, gerðu það þá ekki.
Það gæti valdið frekar miklu svekki
Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá.
Oft er þæginlegt að líta undan en það ekki má.
Hvernig getur sá öðlast frið sem veldur öðrum sársauka.
Hvað eruð þið á bakvið mig að bauka

Minnið málar fagra mynd.
Það vill ekki muna sýna synd
Milt er móður hjarta.
Nema móðir þín sé halakarta
Margur gjörir verr en hann veit.
Og þarf að byrja á byrjunarreit
Oft skiljast leiðir um síðir
sumt lagast ekki þó tíminn líði

Sá sem selur krafta sína ódýrt uppsker virðingu,
sá sem selur munn sinn ódýrt uppsker fyrirlitningu.
Sá sem hefur mikla ást á sjálfum sér hefur litla ást á öðrum.
Þannig líður líka stórum mörðum
Sá sem fleiprar við þig fleiprar um þig.
Margur heldur mig sig
Þú þarft að vera dýrlingur til að dæma og fordæma aðra.
Helduru aðrir myndi sér ekki skoðun og finnist þú naðra

Þegar hjarta er illt eru undabrögðin mörg.
Yfir því þýðir ekki að vera örg
Það er betra að forðast beituna en snúast í snörunni.
Og troða og komast ekkert áfram í tjörunni
Það er viska að trúa á sitt hjarta
og stefna á framtíð bjarta
Að ljúga að öðrum er ljótur vani,
að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani.

Blessaðir eru þeir sem geta gefið án þess að muna
án þess að upp komi sársauka stuna
og þegið án þess að gleyma strax
það er lágmarks
Dæmdu aðra vægilega ern sjálfan þig strangt.
Þá er þér viðbjargandi, gætir náð langt.
Dæmdu enga manneskju af hörku fyrr en þú hefur upplifað sömu hluti og hún.
Það þýðir ekki að leika hæstráðanda og dómara út um öll tún.