Leikjatölvur Nú í mars kemur loksins eftir mörg ár fyrsti Square leikurinn á Nintendo heimilisleikjatölvu. Því miður er hann multiplayer-leikur sem er leiðandi dæmið til þess að samofa lófatölvuna Game Boy Advance og GameCube. Hann heitir Final Fantasy: Crystal Chronicles og heitir þróunaraðilinn nú Square-Enix. Til að njóta leiksins sem best ætti maður að eiga átta batterí, fjórar Connection-snúrur, fjögur Game Boy Advance, en helst fjögur GBA SP, eitt eintak af Final Fantasy: Crystal Chronicles, eitt eintak af Final Fantasy: Tactics – Advance, GameCube leikjatölvu og Memory Card (helst dýrari týpan) og þá byrjar fjörið. Að sögn Nintendo er “Connectivity” það mikilvægasta í heiminum og miklu öflugra markaðstæki en online leikir. Þetta er fimmtugasti og þriðji RPG leikurinn frá Square-Enix og fá Nintendo aðdáendur loksins kost á að njóta þess sem PSOne eigendur hafa montað sig af í mörg ár. CONNECTIVITY!