Leikjatölvur Já, Nintendo eru sannir frumkvöðlar á sviði stýripinna fyrir leikjatölvur. 1981 fann Gunpei Yokoi upp “D-padið” sem gerði einum fingri kleift að stjórna öllum 4 höfuðáttunum. Þetta hefur síðan verið notað af hverju einasta leikjatölvu-fyrirtæki á jörðinni. Árið 1990 fann Masayuki Uemara upp svokallaða “shoulder-buttons” sem hafa verið til staðar á öllum stýripinnum síðan.
Hvort sem það er Robotic Operating Buddy, Zapper, Power Pad, U-Force, Power Glove, Analogue Stick, eða Rumble Pak, þá hefur Nintendo tryggt sér sæti sem frumkvöðlar stýripinnanna!