Körfubolti! Allir að segja frá því hvað þeir nota í körfubolta og úppáhalds gaurunum sínum team og bara aðrir hlutir líka bætið við og svona :)

Það sem ég nota í körfu…

Skór : Engir var með Nike, Max Air en ætla að fá mér Garnett skóna frá Adidas þegar ég fer til USA (Eða fá þá senda frá ættingjum).

Bolti : Einn glænýr gervileðursbolti Nike 1000 (mæli vel með honum 2.700 kr. í maraþoni) og einn 3 ára Spalding NBA leðurbolti. Því miður sprakk gamli NBA Street boltinn minn frá spalding (besti bolti ever) gamlar old school stjörnur nota hann uppí himnaríki akkúrat núna *sniff sniff*.

Bolur : Tveir Champion eitthvað sem ég keypti í Porrtúgal og einn AND1.

Stuttbuxur : Engar í augnablikinu spila berrassaður… nei djók er að fá mér, hinar voru orðnar of litlar.

Uppáhalds…

Lið : Held með Dallas Mavs (ekki útaf Arnóri hreyfst svo af Steve Nash en nú er hann farin) og er ekki í neinu liði sem stendur hætti að æfa (engin tími en spila þetta enþá útí innkeyrslu).

Hreyfing : Úff… ætli það sé ekki bara fyrir aftan bak á harða hlaupum hefur dugað mér hingað til.

Leikmaður : Jason Richardsson og Steve Nash nátturlega.

Admin á körfuboltaáhugamálinu : Báðir frábærir! :P

Skot : Þriggja stiga en síðan nota ég samt mun meira bara lay-up.

Hluturinn við körfu : Það er að fara útí innkeyrslu og æfa skotin eða fara í one on one.

Uppáhalds merki…

Bolti : Spalding.

Skór : Nike, Adidas og AND1.

Stuttbuxur : Alveg sama svo lengi sem þeir eru ekki old school eða gegnsæjar (mundi vera í bleikum ef til þurfti).

Bolur/Peysa : Hettupeysa eða AND1 bolurinn minn yfir einhvern annan þegar ég er úti.


Já vona að þetta verði samþykkt sem grein allir að skrifa hvað þeir nota og svona svo vil ég ekkert aumingja skítkast frá fótbolta gaurunum :P


P.S. Besta íþróttinn : Körfubolti!!!