Jæja, núna um daginn þá smellti ég á “ég ætla” á jazz áhugamálinu en undir því stóð “ætla að senda inn grein fyrir apríl”, ég var nú ekkert mikið að spá í þessu, fyrr en hann hvurslags minnti mig á þetta á svo skemmtilegan hátt, og ég ákvað að bara gera þetta.
Ég get nú ekki sagt að ég sé neinn sérfræðingur í jazzi en ég hlusta mikið á hann og veit nú sitthvað um hann. Ég ákvað bara að skrifa svona um jazz yfirleitt en vildi kannski hafa eitthverjar skemmtilegar heimildir við hendina og ég sá alveg voða skemmtilega bók hjá tölvunni. Þetta er ein kennslubókin í “hlustun og greining” faginu uppí Tónó. Þar stendur nú sitthvað skemmtilegt um þetta fyrirbæri, þ.e. jazz. Ég hafði er með þessa bók við hendina þótt ég ætla mér nú að reynda að byggja mest á því sem ég veit fyrir.
Jazz kemur úr tveimur áttum, annars vegar frá Evrópu og hins vegar frá Afríku, þessi blanda er þó oftast kennd við Bandaríkin, og varð til við aðstæður þrælahalds sem var þar fyrr á árum. Evrópska hliðin á þessari blöndu voru oftast gaurarnir sem áttu svona stóra baðmullarakra og voru með mikinn fjölda af afrískum þrælum. Þegar þessir tveir kynþættir komu saman tóku þeir auðvitað með sér mismunandi tónlist og þegar hún varð fyrir áhrifum frá hinum varð til blús og ragtime.
Það má kannski setja þetta upp í svona dálka, þ.e. samrunann

Evróputónlist: Sálmar, Danslög, Marsar, Þjóðlög

Afríkutónlist: Seiðkvæði, Danskvæði, Trumbumúsík, götuhróp( þau áttu sinn part í þróuninni;))
Og úr þessu urðu síðan til blús og ragtime.

Það eru til margar gerðir af jazz en helstu stefnurnar eru blús (1850-1910), Ragtime (1880-1910), Dixieland stíllinn (1900-1930), Swing (1930-1945), og síðan Be-pop (1940-1955). Auðvitað má síðan ekki gleyma fönkinu en því miður er ég ekki með nákvæm ártöl uppá hvenar það var að koma upp.
Ég ætla að láta þetta nægja í bili, en bæti kannski inn einhverjum skemmtilegu um jazzinn á næstunni….