Ég ákvað að gera grein um það hvernig ég festist í lestri á þessum bókum.

Það er alls ekki langt síðan að ég byrjaði að lesa bækurnar. Held meira að segja að það hafi verið í jólafríinu núna bara. Ég fékk bók númer 1, s.s Álagafjötra lánaða frá vinkonu úr skólanum og hún sagði mér að þetta væru frábærar bækur og ég ætti endilega að lesa hana. Ég var samt eiginlega búin að ákveða það að byrja ekki á þeim því ég var buin að sjá margar vinkonur mínar festast í þessum bókum þannig ég passaði mig á því að hafa þessa bók alltaf neðsta í bókahrúgunni sem er á náttborðinu mínu.

En svo var það einn daginn að ég hafði gjörsamlega ekkert að gera, búin að lesa allar bækur sem ég ætlaði að lesa í jólafríinu og þessi bók stóð ein eftir á náttborðinu og ég ákvað svona að kannski lesa einn kafla eða svo. Svo endaði bara með því að ég gat ekki hætt og ég las bókina á svona 6 klst. Það var algjört brjálæði en ég bara gat ekki hætt. Svo núna eftir jólafríið er ég að lesa þær en ég reyni samt að láta þær ekki alveg taka allann minn tíma, ekki beint gott með þegar maður þarf að vera að læra fyrir skólann.!

En þetta er allavegana sagan um það hvernig ég byrjaði, sá að einhver hafði gert eina svona grein og langaði líka til að deila minni sögu með ykkur :)
Ingisnickers <3