Kannski er þetta bara bull í mér en er það ekki samt þannig að gullöldin sé meira en bara tímabil. Jafnvel þótt það hafi kannski verið framleidd meiri “gullaldartónlist” frá árunum 1960-1980, heldur en er gert t.d. í dag, þá þýðir það ekki að það sé ekki ennþá verið að semja gullaldartónlist nú til dags.
Svo var líka alveg tónlist á þessum árum sem fólk talar svo mikið um sem fellur alls ekki inn á þetta tímabil. Eins og pönkið t.d. Það finnst mér alls ekki vera gullaldartónlist, þrátt fyrir að mikið af henni hafi kannski verið samið á þessari svokölluðu “gullöld”.

Allaveganna finnst mér rangt að svara spurningum eins og: “er AC/DC gullaldartónlist?”
með svörum eins og: “jaa, þeir voru nú stofnaðir fyrir 1973 svo að það hlýtur að vera”, þegar hver maður heyrir að þetta er alls ekki eins og nein gullaldartónlist, frekar en pönkið.

Hvað finnst ykkur um þetta? (Endilega sleppið því bara alfarið að svara ef þið hafið eitthvað að segja um ac/dc)