Jæja þá er Naxxramas og Sarth down og ég held við getum allir verið sammála um að erfiðleika stigið á þessum instances hafi ekki beint verið hið hæsta en þrátt fyrir það þá var þetta ótrúlega gaman fyrir alla aðila en svona 90% af guildinu hafði í mesta lagi séð 2-3 bossa í naxx úr vanilla wow.

Ég gleymdi að taka screenshot en ég hendi því inn eftir næsta clear sem verður á miðvikudaginn ásamt því að ég ætla að reyna að frapsa alla fightana og gera lítið sætt video úr þessu.

Fórum svo aðeins í Malygos og það er greinilegt að það er ekki langt í að hann leggist flatur, einstaklega skemmtilegur fight þar.

Við erum ennþá að reyna að fá fólk í guildið en núna erum við með sirka 26-27x lvl 80 einstaklinga og vantar okkur svakalega svona 10-15manns í viðbót til að geta hafið 25manna clearing. Helst vantar okkur healers eins og flest guild en við skoðum allar umsóknir.

Slóðin er: http://murk.oldskool.is/viewnews.php

Ps. Ég veit að það er ekki mikið afrek að cleara Naxx né Sartharion enda er ekki pointið með þessari grein að monta sig af neinu enda væri það afar sorglegt að reyna það.. heldur er ég einungis að gefa fólki eitthvað skemmtilegt að lesa og fylgjast með framförum al-íslensks guilds sem að er bara vonandi að hefja frægðarför sína í áttina að 25 manna Arthas.

Kv, Decas of MurK