Bilar Það er einhver sumardofi yfir áhugamálinu núna og þar sem enginn sendir inn myndir og ég er að verða bilaður á því að horfa á Mazda MX-5 á hverjum degi sendi ég bara inn eina enn…

Á myndinni er Fiat 130 Coupe, líklegast veglegasti bíll sem Fiat hefur sent frá sér. 130 Coupe var byggður á 130 fólksbílnum, veglegum forstjórabíl. Vélin var byggð á V6 frá Ferrari og þóttu þessir bílar glæsilegir, fágaðir og voru oft kallaðir ítalskir Rolls Royce! Fólksbíllinn þótti frekar óspennandi í útliti en Coupe bíllinn skartaði glæsilega einföldu útliti frá Pininfarina og sagði hann að 130 Coupe væri ein sín besta hönnun!