Bilar Subaru hóf nú í byrjun árs innflutning á Subaru Impreza WRX STi inn til USA og er þetta í fyrsta skiptið sem USAmenn hafa tækifæri á því að fjárfesta í slíkum grip. USA útgáfan er talsvert öflugri en Evrópuútgáfan og munar þar mestu um 2500 cm3 vélina en hún skilar sléttum 300 hö @ 6000 rpm. Þetta er stærsta vél sem sett hefur verið í Impreza STi frá upphafi, ef miðað við slagrými. Þar að auki er bíllinn búinn manual útgáfu af DCCD (Driver Control Center Differential). En núna herma heimildir AutoExpress að Subaru séu komnir af vel af stað í þróunarvinnu á 3000 cm3 túrbóvél fyrir Impreza. Sá rokkur myndi skila um 350 hö en myndi væntanlega aldrei sjást fyrr en í 3. kynslóð Impreza sem er væntanlega á markað árið 2007.