Bilar American Honda Motor Co. hefur nú birt fyrstu opinberu myndir af nýju útliti Honca Accord en bíllinn fer í sölu í USA í september nk. Nýtt útlit Honda Accord, sem var mest seldi bíllinn í USA árið 2001, felur ma í sér að útlitslegur munur á milli sedan og coupe útgáfanna hefur verið aukið og eiga þær það eingöngu sameiginlegt útlitslega séð að vera með eins framljós. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Honda var coupe útgáfan hönnuð með það að markmiði að bjóða uppá “The Ultimate Sport Accord” og þá ma með það að markmiði að greina hann enn fremur frá sedan bílnum. Ytri mál nýja bílsins er nokkurn vegin hið sama og þess bíls sem hann leysir af hólmi en cd stuðullinn (cd = coefficient of drag) hefur hinsvegar lækkað niður í 0.29. American Honda Motor Co. áætlar að selja um og yfir 400.000 eintök af bílnum árið 2003 sem þýðir að heildarsala á Honda Accord í USA ætti að fara yfir 8.000.000 eintök síðan bíllinn var fyrst kynntur þar árið 1976.