Bilar Þetta er ekki góð mynd því þessi annar bíll Maserati til að bera Ghibli nafnið er ákaflega flottur og sérstakur bíll. Á myndinni er Ghibli Cup (í óheppilegum bláum lit en það er ERFITT að finna eitthvað um þessa bíla á vefnum - ef þið vitið um eða finnið góða síðu, látið mig endilega vita!).

Ghibli Cup var með 2.9l V6 sem með aðstoð tveggja túrbína skilaði 330hö. Þessir bílar fást í dag á hlæhilegu verði enda virtust þeir lítilla vinsælda njóta, þökk sé orðstýr Maserati fyrir að byggja snögga en bilanagjarna bíla. Þessir bílar voru þó mun betri en orðstýr gaf til kynna og þetta er bíll sem á í fullu tré við Porsche 911 svo ekki sé talað um BMW M3. Mynd og frekari upplýsingar á: http://www.maserati-indy.co.uk/alfieri04.htm