Bilar Lotus hefur tilkynnt að stefnt sé að setja Elise á markað í Bandaríkjunum. Ég tel augljóst að nokkrar breytingar þurfi að vera gerðar á bílnum en Lotus hefur tilkynnt að bílar fyrir ameríkumarkað fái mýkri fjöðrun en þeir sem eru seldir í Evrópu. Líklegt þykir að notuð verði önnur vél en Rover K sem hefur verið í öllum Elise framleiddum hingað til. Vélin á að vera um 120hö og verður áreiðanlega notast við mótor sem þegar er á markaðinum vestra. Verðið á að verða $38.500 og mun sölu á Esprit, sem er eini bíll Lotus núna á Ameríkumarkaði, verða hætt.

Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð betri þrennu en þá sem er á myndinni en hún er tekin af www.pistonheads.com þar sem fréttina er einnig að finna.