Punbusta og Commando Propmpturinn Þessi póstur er hugsaður sem leiðbeiningar fyrir þá sem eiga í vandræðum með að skilja af hverju Púnk-Busta hendir þeim út, t.d. af match servernum hér á simnet, eða öðrum pb-enabled serverum.

Punk-Buster er dálítið hliðarforrit sem keyrir bæði á server og client, og virkar sem nokkurskonar leyniþjónusta gegn haxi eða ósanngjörnu tweaki.

PunkBusta getur sem sé bæði hent mönnum út fyrir hax og einnig bara fyrir að hafa leikinn stilltan á þann hátt sem pb eða umsjónarmenn servers telja ósanngjarnt eða óæskilegt.

Í slíkum tilfellum varar busterinn leikmann við nokkrum sinnum með rauðum, team-kill style texta og ef leikmaður lagar ekki uppsetningu sína, þá kastar pb honum út.

Leiðréttingar eru einfaldar ef maður veit hvað skal gera. Í fyrsta lagi skal benda á að hægt er að uppfæra punk-busta clientinn (það sem keyrir á þinni vél) handvirkt með pbweb forriti sem finnst í pb undirskráasafni. Þetta kann að vera nauðsynlegt ef þú hefur ekki spilað á pb server í langan tíma, að öðrum kosti þá uppfærir pb sig sjálfur meðan þú spilar.

Svo eru það breyturnar sem þurfa að vera stilltar á ákveðinn hátt til að samræmast stefnu punk-busta og leikþjónsins. Þessar breytur má setja til samræmis frá Commando promptinum. Til að toggla commando promptinum af og á notar maður tilda hnappinn, hann er fyrir neðan escape á flestum lyklaborðum. Frá commando promptinum má gefa leiknum skipanir, ýmist til að hafa áhrif á grafík / netsamskipti, eða til að hlaða inn borðum á local server, eða tengjast serverum. Þessar skipanir eru víðfeðmar og ég ætla ekki að þykjast kunna mikið af þeim, enda þarf ekki að skilja nákvæmlega hvað maður er að stilla til að gera Púnk-busta ánægðann, það er nóg að setja breyturnar innan þess ramma sem settur er.

Algengt dæmi er þessi breyta:

*WARNING*: WARNING!: Cvar r_ati_fsaa_samples (=1) must be EQUAL TO 0

Þetta er pb aðvörun og til að losna við þetta, þá þarf að beita commando promptinum til að setja r_ati_fsaa_samples á 0. Það er gert með því að opna promptinn og skrifa inn:

\r_ati_fsaa_samples 0

ATH að mikilvægt er að byrja línuna á afturáhallandi skástriki, því annars sendir leikurinn textann óbreyttan sem skilaboð til annara leikmanna. Sé þrýst á TAB hanppinn í commando prompti, þá skýtur leikurinn þessu merki inn fyrir þig.

Algengt er að menn slái inn prentvillur þegar þeir eru að reyna að laga þessar breytur. Til dæmis skrifi TrueForm í stað TruForm. Tölvur eru ennþá það heimskar að þær verða að fá skipanir rétt stafsettar, annars skilja þær ekki. Wolf leikurinn er með góðann fídus til að hjálpa mönnum við innslátt og rétta stafsetningu. Með því að slá á tab hnappinn þegar búið er að slá inn hluta af skipun / breytunafni, þá sýnir leikurinn þér þá möguleika sem koma til greina, eða ef aðeins einn möguleiki er fyrir hendi, þá klárar leikurinn orðið fyrir þig. Þannig að til að rétt sé stafsett, þá er betra að klára ekki að slá inn heldur slá t.d. “r_ati_fs” og svo á tab, þá klárar leikurinn fyrir þig r_ati_fsaa_samples.

Þetta er svo allur galdurinn, nema það gæti verið að þú náir ekki að leiðrétta allar þessar breytur áður en pb kastar þér út. Þú getur þá skrollað upp consólinn (commando-promptinn) og skoðað þær breytur sem pb gerir athugasemdir við, hér er dæmi um þennan lista (allar breytur í lagi í þessu tilfelli):

PunkBuster Client: Receiving from PB Server (l v1.066 | A1326 C1.062)
PunkBuster Client: cl_freelook = “1” : must be EQUAL to 1 (OK)
PunkBuster Client: cl_maxpackets = “30” : must be INSIDE 30 to 100 (OK)
PunkBuster Client: cl_timenudge = “0” : must be INSIDE -20 to 0 (OK)
PunkBuster Client: rate = “25000” : must be INSIDE 7000 to 25000 (OK)


Svona heldur þetta áfram með allar breytur sem pb fylgist með.

kv. Hemúll