Sælinú. Var að skella Windows 7 inn á Dell Inspiron 1520 lappann minn. Tók eftir að það komu ekki allir driverar með í installinu, svo ég fór á dell.com til að sækja þá. Dell-síðan er hins vegar með einhvern bölvaðan derring við mig.

-68 recommended reklar fyrir þetta módel
-Get ekki downloadað mörgum reklum í einu án þess að vera með Dell Download Manager
-Sæki Dell Download Manager
-Reyni að downloada mörgum reklum í einu -> Dell Download Manager downloadast aftur
-Reyni að downloada einum rekli -> Dell Download Manager downloadast aftur
-Opna Dell Download Manager -> Hann segir að engir reklar bíði niðurhals, lokast sjálfkrafa án þess að ég geti gert neitt

Hvað í fjandanum er í gangi? Ég get ekki downloadað einum einasta rekli! Það eina sem mér dettur í hug er að Vista driverarnir virki ekki á 7 (sem ég var 99% viss um að þeir ættu að gera), og Dell-síðan fatti það og leyfi mér því ekki að sækja þá, eða að Dell-síðan sjái ekki Download Managerinn sem ég er búinn að installa. Það útskýrir samt ekki af hverju ég get ekki sótt einn rekil í einu. Einhverjar tillögur?

Bætt við 15. nóvember 2009 - 23:53
Ég prófaði btw Windows 7 betuna á þessari tölvu og það virkaði fínt! Það var reyndar upgrade frá Vista, þetta var clean install. Já, og þetta er 32bita útgáfan ef það skiptir einhverju máli.
Peace through love, understanding and superior firepower.