Heilir og sælir.
Ég er í smá vandræðum, tölvan mín drepur á sér að ástæðulausu í startup-inu.

Mér tókst að komast í safe-mode, og ætlaði bara að gera restore dæmið. En þá drepur vélin á sér.

Kannast einhver við þetta ?
Mér finnst ólíklegt að það séu innstungurnar, því þetta er í nýrri íbúð. Og mér finnst skrítið ef þetta sé powersupply-ið, því tölvan var alveg í lagi fyrir svona viku og supply-ið er ekki nema ca. árs gamalt.

Ætli þetta endi ekki bara með reformat/install :)
Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver hérna hafi lent í þessu og ekki þurft að kaup nýtt hardware, eða sett tölvuna uppá nýtt.