Vísindatrú Inngangur:
Þessi umdeilanlega kirkja sem hýsir hina svokölluðu vísindatrú er líklegast umdeilanlegasta trúin ef trú má kalla. Hún er tiltölulega ung og hefur skapað sér orð í okkar vestræna samfélagi. Ef manneskja í vestrænu samfélagi yrði að telja upp trúarbrögð heimsins þá væri vísindatrúin framarlega í þeirri röð þó að hún sé ekki með eins marga fylgjendur og stærstu trúarbrögðin. Það er nokkuð merkilegt en ástæðan bakvið það er ekki góð. Þetta trúfélag hefur nefnilega í gegnum tíðina verið tíður gestur fjölmiðla vegna skattsvika, margs konar ágreininga og jafnvel morða. Mest er hún þó fræg fyrir stofnanda sinn, hann Lafayetta Ron Hubbard, og stærsta útbreiðanda trúfélagsins, stórstjörnuna Tom Cruise.
Aðallega verður litið á sögu trúarinn, boðskap trúarinnar, markmiðum hennar, fylgjendum og helstu deilumálum sem hafa og snúast í kringum hana.


Xenu:
Öll trúarbrögð hafa útskýringu á hvernig heimurinn varð til. Vísindatrúin er nokkurn vegin líka með þá útskýringu nema upphaf jarðar og mannkyns er ekki útskýrt heldur ástæðan fyrir óhamingju, reiði og hinum tilfinningum mannsins sem æskilegast er að sýna ekki of mikið.
Hér verður sagan sögð og er þetta bein þýðing úr ensku útgáfunni því sú íslenska er ekki til.

“Fyrir 75 milljónum árum var Xenu drottnarinn Vetrarbrautarbandalagsins, sem samanstóð af 26 stjörnum og 76 plánetum. Á meðal þessarar pláneta var Jörðin en hún hét þá Teegeeack.
Allar þessar plánetur voru yfirfullar, hver þeirra að meðaltali með 178 milljarða íbúa. Íbúar þessa tíma voru mjög lík útliti og mennirnir í dag og klæddust fötum eins og fólk gerir á 20. öldinni, ferðuðust á bílum, lestum og bátum sem litu alveg út eins og á jörðinni árin 1950-1960.
Vegna þessarar ástands á plánetunum átti að steypa Xenu af stóli. Hann fann þá upp á áætlun til þess að losna við þessi vandamál og þar af leiðandi halda stöðu sinni. Með hjálp liðhlaupa sigraði hann her “góðra” sem ætluðu að taka af honum völdum. Næst, með hjálp geðlækna, kallaði hann milljarða af fólki til sín vegna skattakoðunnar. Fólkið féll í þessa gildru og var allt saman lamað með sprautum sem innihéldu alkóhól og glýkól. Þessu fólki var svo rænt og farið með í eldflaugar sem litu nákvæmlega eins út og DC-8 flugvélin nema þessar höfði þotuhreyfla.
Farið var með fólkið til Teegeeacks/Jarðar og því raðað í kringum eldfjöll. Vetnissprengjum voru síðan látnar í eldfjöllin og þær allar stilltar til þess að springa samtímis. Aðeins nokkrir líkamar lifðu þetta af.
Sálar allra þessara manneskja þeystust upp í loftið en þær voru gripnar af herafla Xenu með risastórum vélum líkar ryksugum. Farið var með þessar sálir í bíósal þar sem þær voru heilaþvoðar með því að horfa á mynd í þrívídd í 36 daga stanslaust. Í þessari mynd var fólki látið halda að Guð, Satan og geimverur væru til o.s.frv. Áherslan var mest lögð á trúarbrögð og þá sérstaklega kaþólsku trúnni og krossfestu Jesú. Auk þess að lenda í þessari heilaþvoun misstu sálirnar skilningu á sjálfum sér. Þegar þeim var sleppt hópuðu þær sér saman í eina heild, þar sem þær voru ekki með skilning á einstaklingi og fjölda, og fóru inn í eftirlifandi líkama sprenginganna. Þessir líkamar voru svo kallaðir “Body Thetans”, en ‘Theta’ er gróflega það sama og sál (allar sálirnar nefndar hér að ofan eru Thetans), sem eru enn lifandi í þessum heimi í öllum nema þeim meðlimum Vísindakirkjunnar sem lært hafa að losa sig við þær.
Andspyrnuhreyfingin náði seinna að steypa Xenu af stóli og læstu hann innan í fjalli, sem L. Ron Hubbard gefur ekki upp staðsetningu á, og Jörðin svo yfirgefin af Vetrarbandalaginu sem einhvers konar fangelsispláneta. “

Þetta er frásögn L. Ron Hubbard um tilkomu Jarðar og ástand hennar í dag og þessu trúar allir meðlimir Vísindakirkjunnar. Meira er bak við þessa sögu en enginn fær að vita það nema ná ákveðnu stigi innan kirkjunnar.

L. Ron Hubbard:
L. Ron Hubbard er faðir vísindakirkjunnar. Hann var þekktur vísindaskáldsagnahöfundur þegar hann tilkynnti nýja trú í desember 1953. Hún kemur í kjölfarið af sjálfbetrunartækninni ‘Dianetics’ sem hann fann upp á árið áður og skrifaði bók um. Það varð að Vísindatrúnni.
Viðkunnanlegur, áhrifamikill, kraftmikill, “larger than life” maður gæddur rosalegum persónutöfrum sem er gífurlega hæfur í gífurlega mörgum sviðum. Svona er honum lýst í ævisögu hans sem gefin var út af Vísindakirkjunni.
Aðrar ævisögur mála ekki svona fallega mynd af honum og er margt í lífi hans og lifnaðarháttum mótsagnarkennt við það sem Vísindakirkjan stendur fyrir. T.d. var hann sendur heim frá Ástralíu í seinni heimsstyrjöldinni því hann þótti óhæfur um að framkvæma þau verkefni sem honum voru úthlutuð og því látinn í hafnastarf heima sem hann var einnig rekinn úr því hann þótti ekki hæfur til að fara eftir eða fara með skipanir. Vísindakirkjan skrifar hinsvegar um hann að hann hafi verið hetja í stríðinu.
Á lífstíma sínum var hann oft og títt kærður fyrir hitt og þetta. Frægasta atvikið var þegar FBI gerði upptæk skjöl úr skrifstofum Vísindakirkjunnar um öll Bandaríkin. Það endaði með að þáverandi eiginkona hans ásamt tólf öðrum háttsettum starfsmönnum kirkjunnar voru dæmd sek um samsæri gegn bandaríska ríkinu en sjálfur slapp hann vegna góðra lögfræðinga. Ári eftir var hann fundinn sekur í Frakklandi fyrir stórsvik og átti hann að sæta fjögurra ára fangelsi ásamt því að greiða háa sekt og því flúði hann. Restina af ævinni eyddi hann í felum á búgarði sínum og skrifaði vísindaskáldsögur sem hann stórgræddi á, m.a. Battlefield Earth, en hann dó úr hjartaáfalli árið 1986 en þá hafði enginn séð hann í almenningi í fimm ár.


Trúarlegar venjur:
Stuttu áður að L. Ron Hubbard tilkynnti opinberlega að hann hafði stofnað nýja trú skrifaði hann bók sem heitir ‘Dianetics: The Modern Science of Mental Health’ en í henni útskýrir hann hugtakið ‘Dianetics’ (Dianetics er orð myndað úr grískur orðunum ‘dia’, sem þýðir ‘í gegnum’ eða ‘til’, og nous sem þýðir ‘hugur’) og og leggur fram alls konar nýjungar varðandi geðheilsu mannsins. Þetta á að vera önnur fræði til hliðsjónar sálfræði og geðsjúkdómsfræði en með dianetics getur maðurinn aukið greind sína og losnað við óæskilegar tilfinningar.
Auk þess greinir hann frá því að flest huglegu og líkamlegu vandamál mannsins stafa af slæmum minningum sem kallast ‘engrams’ og eru þau geymd í undirmeðvitund mannsins. Markmið dianetics er að losna við þennan hluta hugans svo manneskjan geti starfað eftir fullri getu.
Til þess að framkvæma þessa aðgerð þarftu þjálfaðann mann úr vísindakirkjunni, sem er nú þegar laus við allar þessar minningar, og tæki sem kallast ‘e-meter’. Þessi aðgerð kallast á ensku ‘auditing’ en hef ég þýtt þetta í ‘að endurskoða líkamann’. Til þess að “endurskoða líkamann” (enska orðið “auditing” dregið af latneska orðinu “audire” sem þýðir ‘að hlusta’) þarftu að setjast niður með manni frá kirkjunni sem er þjálfaður í því. Hann spyr síðan fyrirfram ákveðnum spurninga sem þjóna sérstökum tilgangi í að hjálpa viðkomanda við að losa úr huganum slæmar ákvarðanir, slæmar minningar og fyrri syndir svo hægt sé að einbeita sér að markmiðunum sínum. Á meðan heldur viðkomandi í tvær tindósir sem eiga að mæla breytingar á viðnámi við rafmagn meðan smá straumur rennur í gegnum líkamann. Allt er þetta gert í trúnaði.

‘Operating thetan’, eða OT, er enn eitt hugtakið sem Hubbard fann upp á en það er trúarlegt ástand og manni. Maður sem nær að losa sig við ‘engrams’ getur haldið áfram iðkunn sinni til betrunar en einungis er hægt að ná þessu ástandi ef kirkjan telur þig hæfan.
OT eru skref í átt að fullkomnum. Meðlimir kirkjunnar segja þetta vera svipað og munkarnir í Himalaya-fjöllunum eru að gera samkvæmt búddhatrúnni.
Eins og er eru fimmtán þrep en engin hefur náð hærra en sjö þrepum né veit hvað hin gera eða hvað þarf til að ná þeim. Almenningi er hulið hvað hvert af þessum þrepum fela í sér en þökk sé nokkrum einstaklingum, sem hafa hætt í vísindakirkjunni og sagt frá þessu auk manni sem keypti útskýringuna á þrepunum af meðlimi kirkjunnar til þess að staðfesta frásögn hinna, er þetta með nokkru leyti vitað.
Í fyrsta þrepinu öðlastu nýja sýn af MEST (skammstöfun á matter, energy, space og time, EOGT á íslenski) alheiminum.
Til þess að útskýra annað þrepið þarf að útskýra hugtakið ‘the whole track’ en það er tímaskeiðið frá byrjun alheims til enda hennar. T.d. má segja að ef bók væri til um sögu ‘the whole track’ þá væru merkilegir atburðir eins og saga Xenu í henni. Þess vegna má segja að þetta væri eins og sögukennsla í skóla því að viðkomendur á þessu þrepi uppgötva leynda staði á þessu tímabelti.
Í þessu þrepi lærir maður alla söguna um Xenu og hvernig thetans urðu til. Svo lærir viðkomandi að vera endurskoðandi, þ.e.a.s. læra hvernig á að endurskoða líkama annarra.
Í fjórða þrepinu er líkaminn losaður við öll vandamál sem tengjast lyfjum á einhvern hátt.
Í fimmta þrepinu lærir maður að thetans búa í öllu í MEST alheiminum. Læra þeir því að koma auga á og skilgreina thetans svo hægt sé að athæfa meira í þeim málum. Þannig getur viðkomandi sem hefur lokið þessu þrepi horft á einstakling og séð hvort einhverjir thetans búa í honum.
Í sjötta þrepinu byggir einstaklingurinn á fimmta þrepinu og lærir hvað á að gera við thetans og hvernig það er gert.
Sjöunda þrepið gerir einstaklingum kleift að vita sannleikann um sjálfan sig og kunna skil á öllum hæfileikum sínum. Einungis er hægt að ná þessu þrepi um borð í aðalskipi flota vísindakirkjunnar og kostar það 10.000 bandaríska dali að gera það.


Kostnaður og máttur peningsins:
Eitt af því sem veldur mestum ágreiningi varðandi vísindatrúnna er að án penings getur þú lítið gert. Allt kostar pening. Hver einasta bók, bæklingur eða þjónusta í kirkjunni kostar peningurinn og auk þess er ársgjald. 200 dalir þarftu að borga til þess að gerast meðlimur til að byrja með en samt er upphæð í hvert skipti sem þú lætur endurskoða þig. Það er ástæðan fyrir því að vísindakirkjan er gífurlega rík og er það sönnun fyrir hvað er hægt að græða með því að búa til nýja trú.
Ríkt fólk, þá sérstaklega frægt ríkt fólk, skipta kirkjuna gífurlega miklu máli. Inna kirkjunnar er til klúbbur sem nefnist ‘Celebrity Center’ og er einungis fyrir þá aðila. Það sérhæfir sig í að veita einstaklingum þessa hóps sérstaka þjónustu, svo sem einkaendurskoðanda. Þetta er allt til þess að hvetja fleiri frægar manneskjur til þess að gerast meðlimur kirkjunnar. Á móti fær kirkjan meira umtal því fólk á borð við Tom Cruise nefna þetta nánast í hverju einasta viðtali og hafa þar með áhrif á fólk.
Tom Cruise er núna helsti talsmaður kirkjunnar og berst m.a. í Frakklandi og Þýskalandi fyrir því að vísindatrú ætti ekki vera talin sem trúarregla heldur trú. Eins og er vísindatrúin einungis skilgreind sem trú í Taílandi, Tævan og Ástralía þannig að ennþá er langt í land.


Leikslok, er vísindatrú alvöru trú?:
Til þess að ákvarða það þarf að skilgreina hvað trúarbrögð eru. Trúarbrögð eru trú á á yfirnáttúrulegt afl, heilagar verur ásamt siðfræði, venjur og stofnanir tengdar trúnni. Það er skýring á sambandi milli mannsins og alheimsins sem hann býr í.
Í vísindatrú eru engin yfirnáttúruleg öfl þar sem ekkert í trúnni er yfirnáttúrulegt. L. Ron Hubbard er dýrkaður sem heilög vera en hann hefur ekki verið sagður það samkvæmt fylgjendum hans.
Hins vegar er ákveðin siðfræði í trúnni, venjur sem þarf að framfylgja og stofnanir tengdar henni. Útskýring á sambandi milli mannsins og alheimsins er líka til staðar.
Ef við látum hverju skilgreiningu vera punkt þá eru í allt 4 punktar og fyllir vísindatrúin staðla fjögurra þessara skilgreininga. Það dæmir hins vegar ekki endilega hvort um trú sé að ræða en færir rök fyrir því að hún sé það.
Hinsvegar er svo mikið í trúnni sem fer í mótvægi við hluti sem er gildir í samfélagi mannsins um allan heim, t.d. geðsjúkdóms- og sálfræði sem trúin segir að sé bull. Svona hlutir fær fólk til þess að afneita þessu sem alvöru trú og er það skiljanlegt. Fólk þar því að dæma hvert fyrir sig hvort um alvöru trúarbrögð sé að ræða en eins og staðan er í dag er þetta meira litið á sem stofnun, fyrirtæki eða trúarregla.

———————————————————————————————————————————————————————————————–

Gerði þessa grein í skólanum og hefði getað vandað mig betur. Umfjöllunin fer pínu hingað og þangað en það var ákveðinn skilafrestur og ég er latur þannig að þetta var mest allt gert í flýti :)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”