Fljúgandi Spagettískrímslið Í fleiri aldir hafa menn vaðið villu síns vegar, trúað á mörg hundruð mismunandi
fals-gvuði, Seifur, Ra og Jehóva …

Núna er tíminn kominn til að við opnum augun fyrir staðreyndum lífsins og
hættum að reiða okkur á þjóðsögur skrifaðar af hirðingjum á fyrri hluta bronz aldar.
Við þurfum að taka á móti sannleikanum og undirbúa heiminn, og sérstaklega
börn á grunnstigi skólakerfisins, undir komu Fljúgandi Spagettískrímslisins.
Með komu kenningarinnar um Vitræna sköpun opnaðist leiðin fyrir söfnuðinn okkar
til að boða sannleikann, og knýja fram þær breytingar sem verða að eiga sér stað
til undirbúnings komu Hans.

Ég set þessa frábæru listrænu túlkun á Hans Núðleika með greininni til að fólk geti gert sér grein fyrir því hve falleg ásjón hans er og hve vænt honum þykir um okkur öll, því við erum jú öll hans sköpun.
(Ef myndin birtist ekki, þá má nálgast hana hér.)

Fyrir þau ykkar sem búa í hellum og hafið af þeim ástæðum ekki haft tækifæri til
að kynna ykkur nýjustu rannsóknir á þessu sviði, vill ég byrja á því að færa ykkur
þau eitilhörðu sönnunargögn sem eru til staðar.
Á þessu línuriti sést greinileg
fylgni milli fækkandi sjóræningja og hækkandi hitastigs á jörðinni, en fækkun sjóræningja fer mikið fyrir brjóstið á Hans Núðleika, því eins og allir vita voru sjóræningjar mjög meðvitaðir um hollustu spagettí afurða, og borðuðu mikið af núðlum.
Í Himnaríki okkar er bjór eldfjall OG strippara verksmiðja til að tryggja að allir séu ánægðir þegar við siglum inn í eilífðina.
Hver einasti föstudagur er trúarlegur frídagur, ef atvinnurekandinn þinn eða skólameistari
mótmælir þessu skaltu krefjast þess að trúarbrögð þín séu virt annars hringiru í ACLU.

Auk þess er sjálfsagt að kenna kenninguna um Fljúgandi spagettískrímslið í skólum,
þar sem hún er alveg jafn gild og svipaðar kenningar um að einhver gvuð hafi skapað allt,
eða þá hugmynd sem er byggð á yfirgnæfandi og rannsakanlegum vísbendingum um að lífið hafi þróast.

Viljið þið ekki búa í réttlátu samfélagi?
Sameinis þá kröftum okkar og krefjumst þess að kenningin um sköpun Spagettískrímslisins
sé kennd í skólum svo að börn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvaða kenning þeim finnst réttust
og hverju þau vilja trúa!

Ég er ekki nógu hæfur penni til að boða trú Hans Núðleika frekar, en ég treysti því
og trúi að einhver mér betri muni taka upp hanskann fyrir mig og styðja okkur í baráttu okkar
fyrir sönnu réttlæti og trúarjafnrétti!


Endilega skoðið heimasíðu Kirkju hans Núðleika þar sem þið getið lesið mótmæla bréf og lesið tilvitnanir í fólk sem hefur verið snert af hans Núðlegu návist.

Ég kveð að sinni.