Þannig er mál með vexti að fartölvan mín(MSI M645-2) hefur undanfarið hitnað rosalega. Mér hefur ekki neinstaðar tekist að sjá hitann á örgjafanum, hef prufað nokkur forrit en hitinn kemur aldrei upp, fann það heldur ekki í biosinum. Áðan var botn tölvunar(undir henni) orðinn það heitur að ég bókstaflega brenndi mig, ég setti hendina á botninn og hann var álíka eins og mjög heitur ofn.

Þetta getur ekki verið eðlilegt, ég sat með lappann á mér og 2 þykkar bækur en samt fann ég fyrir rosalegum hita í gegnum þær báðar.

Ég loka aldrei fyrir viftuna né nein op á henni, þannig öll loftæsing ætti að vera í lagi.

Hefur einhver lent í þessu vandamáli og hefur einhverja lausn á þessu?

Öll hjálp þegin.