Einu sinni þegar ég var uppi í sumarbústað í Borgarfirði frekar að segja Bifröst fór ég að veiða með faðir mínum. Bróðir minn vildi ekki koma með en honum finnst ekki gaman að veiða. En allt í lagi með það. Við fórum á Hreðarvatn (sem var hægt að labba að). Á þessum ´tíma var ég svona 10 ára og kunni ekki að binda ,,Veiðihnút“ þannig að pabbi gerði það fyrir mig. Þegar hann var búinn að því sagði hann ,,Ég ætla bara að kasta einu sinni” og hvað gerðist um leið og spúnninn snerti vatnið var hann kominn með fisk. Þetta var pínu ponku lítil bleikja sem var vond.

Ferð á Þingvallavatn
Einu sinni fór ég með pabba, mömmu, Bróðir mínum og vini mínum á Þingvallavatn og við fórum að veiða. Það gekk ekkert í ssvona 2-3 klst en þá sagði mamma (sem hafði ekkert verið að gera) ,,Getið þið ekki veitt neitt" og tók stöngina af pabba og kastaði útí. Hún var í svona fimm mínútur en þá hafði bitið á. Hún veiddi murtu á stærð við blýant (að lengd) og við slepptum henni. En síðan veiddi Andri vinur minn einn fisk. Hann var ekki stór og flotdæmið fór ekki í kaf. Hann háfaði fiskinn en þegar hann var kominn með hann yfir á land datt hann í gegnum háfinn. Við hlóum að því. En síðan veiddi bróðir minn fisk en hann náði honum ekki á land. En síðan kom meistarinn (ég) og veiddi littla en stærstu bleikjuna.