Síli eru mjög áhugaverðugar skeppnur sem eru mjög gáfaðar. þegar veiða á þær nota þær hertæknilegt undanhald til að fara skipulagslega aftur í felum. svo maður verður að fara rólega þegar að sílaveiðum kemur. aðalatriðin sem þarf að vita þegar kemur að sílaveiðum er að hafa réttu áhöldin. er e.t.v. sumir hérna sem fatta þetta ekki svo ég ættla að útskýra betur hvernig þið getið veitt síli.

áhöld:góður háfur væri fínn,en einnig má bara nota sigti,smá nestisbiti væri ekki amalegur í sílisveiðina. föt væri einnig fín nema maður vill vera handtekinn af lögregglunni fyrir almennar óspekktir og ólæti.svo er krukka eða fata líka fín undir aflann.

aðferð: farið að læknum,tjörninni,vatninu, þar sem veiða skal. finnið stað þar sem síli eru að finna. leggjist rólega á bakkann og verið róleg,dýfið síðan háfinum/sigtinu,rólega ofan í lækinn,tjörnina,vatnið, farið svo rólega undir sílið/sílin,rikkið svo voðalega hratt upp á við,ef vel hefur verið farið eftir fyrirmælum þá hefur þetta tekist,nema sílið hafi verið ofurgáfað þá ætti það að hafa sloppið frá þér áður en þú fæddist,nóg komið af bulli, þú fillir krukkuna þína/fötuna þína af vatni,og setur síðan smá gróður,ef hann er að finna. settu svo sílið/sílin ofan í,og þá er tilgangurinn með ferðinni kominn.síðan ræður þú hvort þú ferð heim með sílin og lætur þau drepast,eða sleppir þeim aftur í lækinn,tjörnina,vatnið. og ég mæli með því.

svona er góð aðferð til að veiða síli. :) verði ykkur að góðu :)