Örlítið öðruvísi útgáfu af þessari veiðisögu bjó ég til fyrir tveimur árum fyrir þroskaheftan vin minn og vakti hún mikla gleði hjá honum.

Einn sumarmorgun í sumarbústaðahverfi í Borgarfirði var skipulagt að fara að veiða seinnipartinn í Hólmavatn(sama vatn og getið er um í nýlegri grein hér á veiðiáhugamálinu.) Nesti var tekið til og veiðidót gert tilbúið. Um klukkan 18:00 var allt tilbúið. Þá lögðu af stað þrír krakkar með tvær veiðstengur veiðikassa og fullt af girnilegu nesti frá einum sumarbústaðnum í hverfinu. Þau löbbuðu í töluverðan tíma og eftir hálftíma voru þau kominn að vatninu. Veðrið var gott, gola og skýjað með köflum.

Er krakkarnir komu að vatninu þá var þeim ekki til setunar boðið og þau flýttu sér að skella ánamaðki á öngulinn og köstuðu svo út.

Eftir einn klukkutíma höfðu þau ekki fengið svo mikið sem eitt nart. Þá var ákveðið að snæða nesti og færa sig síðan til þess að prófa nýjan stað.

Ekki leið á löngu þar til krakkarnir sáu flotholtið á einni stönginni fara í kaf. Krakkarnir áttu í miklum erfiðleikum með að hemja sig á meðan fiskurinn festi sig á öngulinn. Þegar fiskurinn hafði örugglega fest sig þá fékk einn strákurinn að draga inn. Eftir töluverða baráttu var fiskurinn kominn alveg að landi. Þá gerði strákurinn smá sikssu. Hann lyfti stönginni of hátt upp og fiskurinn losnaði af í leiðinni. Allir stóðu stjarfir og horfðu á fiskinn í loftinu, og sáu þegar fiskurinn lenti beint í munninum á stráknum sem var að landa honum. Ekki staldraði fiskurinn lengi við í munni stráksins heldur spriklaði hann nær strax út og í frelsið aftur.

Eftir þetta ævintýri fengust tveir fiskar og allir fóru ánægðir heim.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.