Tvær litlar veiðisögur Dagurinn er 18. Júlí 2003. Þetta var dagurinn sem ég hafði hlakkað til síðustu dagana. Þetta var dagurinn sem lagt skildi upp á hálendið til þess að veiða í vötnunum sunnan tugnár. Er lagt var af stað úr bænum snemma um morguninn var veðrið mjög gott, léttskýað og logn. Eftir tveggja tíma keyrslu var stoppað í Skarði í Landssveit og veiðileyfi keypt. Síðan var keyrt í einn tíma í viðbót og þá voru við komnir í Landmannahelli. Þá var hent upp tjaldi og veiðidótið tekið til. Innan eins klukkutíma var lagt af stað í áttina að Frostastaðavatni.

Þegar við komum að vatninu var sól og logn og vatnið spegilslétt. Undir var látinn fallegur spúnn og kastað út.

Eftir tvo tíma vorum við komnir með nokkrar bleikjur í kringum pundið. Þá ákvað ég að láta nýjan spún á krækjuna. Það var lítill 8gr. reflex sem var með röndóttri skífu. Þá kastaði ég út og lét sökkva í nokkrar sekundur og byrjaði að draga inn. Innan skamms fékk ég lítinn kipp sem ég kippti mér ekkert upp við enda hafði ég fengið svona kippi í nánast öllum köstum. En örstuttu síðar þá tók fiskur og hann var stór. Ég þreytti fiskinn í u.þ.b fimm mínutur og var hann þá kominn alveg að landi. Þegar ég sá fiskinn sá ég að hann var mun stærri en fiskarnir sem við höfðum veitt. Ég gerði mistök og sneri stönginni vitlaust og fiskurinn slapp.

Ég var alls ekki að baki dottinn og sá í hvaða átt fiskurinn synti. Ég kasti spúninum í nákvæmlega sömu átt og fiskurinn stefndi. Spúnninn var varla lentur þegar fiskurinn tók aftur. Í þetta skipti var ég ákveðin í að gera engin mistök og innan skamms lá fimm punda bleikja við hliðina á mér.

Daginn eftir fórum við heim mjög ánægðir með túrinn. Um tuttuga fiskar höfðu náðst og álíka fjöldi sloppið.

Myndin er frá Frostastaðavatni.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.