Flestir hafa séð síðurnar þar sem bakgrunnurinn er einungis vinstra megin eða á toppnum. Til þess að fá því framgengt eru nokkar leiðir. Í þessari grein mun ég fara yfir þessar leiðir auk þess að kynna alveg stórskemmtilega leið. Persónulega er ég nokkuð hrifin af þessari leið.


<img src="http://grp.gm.is/bergur/mynd01.gif“ width=”200“ height=”150“ align=”left">Hér vinstramegin sjáiði dæmi þar sem borderinn er fyrir ofan.

Ef við förum yfir nokkra leiðir til þess að fá bakgrunninn efst.

Leið 1
Klippa myndina þannig að fyrstu tvær kubbarnir eru ein mynd. Skella þeirri mynd síðan inn sem bakgrunn í töflu eða td. Taflan hefur þá width=“100%”

Leið 2
Klippa myndina þannig að fyrstu tveir kubbarnir eru ein mynd. En hafa myndina hrikalega háa og skella background=“bakgrunnur.gif” í body tagið.

Leið 3
Skella img tagi efst á síðun og stilla width=“100%” inn í img tagið. (já ótrúlegt en satt þá virkar þetta).

En mig langar að sýna ykkur sniðuga leið þar sem þú sleppur með einhvað html vesen. Og tekur þar af leiðandi minna pláss í html og html skráinn verður minni sem flýtir fyrir download tíma (allt telur).

Leiðin sem ég ætla mér er í gegnum stylesheets. Já, þetta virkar líka í Netscape :)

Skellum þessu efst í skjalið eða í miðlægt css skjal:

body {
  background-image : url(bakgrunnur.gif);
  background-position : top;
  background-repeat : repeat-x;
}

Fyrst segi ég að bakgrunnurinn sé myndin bakgrunnur.gif
Í öðru lagi segi ég að hann eigi að vera efst (top)
Og að lokum segi ég að hann eigi einungis að vera á x ásnum.
(Og svona til þess að rifja upp stærðfræðina x=lárétt y=lóðrétt ;)

Þá er hægt að hafa þetta stillt á left og y

<img src="http://grp.gm.is/bergur/mynd02.gif“ width=”200“ height=”150"

Hvað finnst ykkur um þetta?