Daginn þúskysnillignar og aðrir (samt aðallega þið sem kunnið þýsku).

Ég er að fara í próf á morgun úr þýsku 203, og er svona ágætlega klár á flestu nema spurnarorðunum. Ég veit að þau eru síðan í 103, en ég kann þau ekki ennþá, og finn ekki neitt um það við stutta leit í málfræðibókinni né glósunum.
Svo, hvernig eru spurnarorðin í þýsku? Þetta hver, hvar, hvernig, hvenær og allt það. Ég er búinn að fá nógu margar villur í stílum fyrir þetta, ég tími því ekki lengur.

Bitte schön.

Bætt við 1. maí 2007 - 16:16
Vó, fyrsta setningin í rugli. Þýskusnillingar á þetta að vera.