(PS2) World Rally Championship World Rally Championship
Playstation 2
Útgefandi: Sony Computer Entertainment
Þróunaraðili: Evolution Studios
Tegund: Kappakstur
Uppruni: Bretland
Fjöldi leikmanna: 2 saman á skjá.

World Rally Championship (WRC) kemur með viðurkenndi leyfi frá Rally samtökunum WRC og ótrúlega víðáttumiklu landslagi. Spurningin sem öllum liggur á hjarta er: “Er WRC betri en Colin McRae Rally?”

Rally er í sífellu að verða vinsælla í Evrópu; ökuþórar eins og Colin McRae, Tommi Makkinen og Richard Burns eru nöfn sem flestir þekkja. Þrátt fyrir vaxandi vinsældir þá er í Bandaríkjunum talað um Rally sem: “Eitthvað sem spilað er á Playstation.” Nú hafa Sony og Evolution Studios tekið höndum saman og gera þetta á Playstation 2 og með viðurkennt leyfi.

WRC hefur allar brautir, öll lið og alla ökuþóra frá síðasta tímabili. Leikmenn geta valið að fara í gegnum heilt tímabil, eitt land, tímatöku eða WRC áskorunina. Stærsti hluti leiksins er í kringum heilt tímabil, 14 umferðir þar sem maður tekst á við landslag ekki ómerkari landa en Finlands, Bretlands, Nýja Sjálands, Monte Carlo, Argentínu, Korsíku og Ástralíu.

Áður en farið er í aksturinn þá kemur stutt DVD kynning af landinu sjálfu og hvaða áhrif Rally íþróttin hefur haft í för með sér undanfarið auk þess sem farið er ofan í ákveðna eiginleika brautarinnar sem maður verður að hafa í huga. Þetta hjálpar til við að gera leikinn raunverulegri og dregur þig inn í hann með því leiðarljósi að þetta sé draumur rallyáhugamannsins.

Akstur hvers lands er mismunandi og maður finnur strax breytinguna og þetta er stór munur miðað við aðra bílaleiki. Það er frábæra umfangstilfinningu að finna í WRC, manni finnst þetta ekki vera eins og bara einhver hver önnur braut sem þú keyrir í hringi heldur landslag í heild sinni sem teygir sig lengra en augað sér. Þetta hefur Evolution Studios tekist með nýju þrívíddarvélinni sinni sem er að mínu áliti ein flottasta sinnar tegundar og lætur hvaða vél sem er, jafnvel, og ég verð að viðurkenna, vél Polyphony Digital sem notuð er í rallí hluta Gran Turismo 3 vera úrelta þar sem vélin túlkar ekki bara brautina og næstu hluti sem á við hlið hennar liggja heldur allt umhverfið í heildsinni. Það kemur oft og mörgum sinnum fyrir að maður sér hátt og mikið fjall í fjarska og haldandi að þetta sé bara einhver bakgrunnur sem rennur til á lárétta vegu eins og í flestum bílaleikjum er argasti misskilningur því að fjallið færist nær og nær og brátt er maður við rætur þess og er að kljást við að spóla upp þar sem vegurinn er ísi lagður og glerháll. Eiginleikar á borð við þá hluti sem hér er lýst hafa ekki sést í leikjum hingað til. Raunveruleikatilfinningin er magnaðari en allt sem sést hefur fyrr.

Þessi umhverfi eru látin lifna við með mismunandi hlutum eins og skógum, eyðimerkum, snjó, hlutum sem standa við hlið vegsins, rétt eins og áhorfendurnir sem maður heyrir í þegar maður þýtur fram hjá þeim á 180kmh heyrandi klappið og hvetjandi öskur sem stuttu seinna samblandast háværu vélarhljóðinu og fjarlægist.

Þrátt fyrir framúrskarandi grafíkvél þá eru auðvitað gallar og í raun eru gallarnir þær fórnir sem nauðsynlegar voru til þess að skapa það sem sýnilegt er hverju sinni. Til að mynda þá eru texturin ekki alveg nógu vel unnin, eða réttara sagt ekki eins fíngerð og ætla má, þau eru oft móðukennd, þetta er svipað eins effectarnir sem notaðir voru á Nintendo64 sem maður bjóst við að væru ekki lengur í notkun eftir dauða N64. Það er einnig pop-up hér og þar en þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þetta ekki eins miklir gallar og maður hefur haldið og í flest skipti þá er maður agndofa yfir nákvæmninni sem vélin er að skapa.

Að auki eru nokkrir hlutir sem vert er að minnast á eins og þegar maður fær sólina í augun. Vanalega þegar það gerist í bílaleikjum hefur það engin áhrif á mann en í þessum þá hefur Evolution Studios tekist að skapa þennan fína geisla sem virkilega hefur áhrif á augu manns. Í sjálfum sér mjög undarlegt og ótrúlegt þar að auki. Aðalverkun þessa effecta er sú að þetta gerir línuna á milli tölvuleiks og raunveruleikans fíngerðari og eykur skemmtanagildi leiksins til muna.

Bílarnir sjálfir eru framúrskarandi vel gerðir. Þeir beyglast eftir því hversu mikið maður veltist um og beyglunarkerfið er með því háþróaðasta sem sést hefur hingað til. Nákvæmi hvers bíls fyrir sig er að öllum líkindum miklu meira heldur en í Gran Turismo 3 rallíhlutanum og auðvitað er það eðlilegt fyrir flesta hluti þar sem Polyphony þurftu að gera svo marga bíla hvort eða er að samanburðarlega séð þá er ekki hægt að metast við GT3 hvað þetta varðar en af sjálfsögðu ef dæma skal hvor módelin eru flottari þá eru bersýnilega módelin í WRC með vinninginn enda færri. Hvað varðar skemmdir á bílunum þá er bílunum leyft að skemmast á nákvæminn hátt þar sem líkami bílsins getur beyglast á 182 mismunandi vegu sem nánast er órekjanlegt þegar nánar er athugað. Rúður bílsins brotna, spoilerar og stuðarar detta af. Bíllinn getur gjörsamlega afmyndast og einnig tekur á sig ryk og drullu sem leggst á hann í þykkum lögum.

Samkvæmt því sem mér best sýnist þá hefur Evolution Studios lagt mikið á sig til að gera bílinn innanfrá eins raunverulegan og hægt er. Amk miðað við það sem maður hefur séð á Eurosport þá líta bílarnir eins út að innan eins og í raunveruleikanum og það er mismunandi hvernig bílarnir líta út að innan eftir því hvaða bíll er valinn. Báðir ökuþórarnir eru sýnilegir og andlit þeirra hafa verið skönnuð inn með tækni sem flestir ættu að kannast við undir nafninu “Digimask” en sú tækni er einmitt notuð í íþróttaleikjum á borð við Fifa, TIF2002 og NFL2002. Það sem þetta gerir að verkum er ótrúleg reynsla að horfa á sitt eigið replay og velja cameruna sem virkar eins og maður sitji í aftursætinu. Það getur verið mjög spennandi.

En því miður þá er þetta meistaraverk ekki gallalaust og það sem vert er að minnast á er samblanda leiksins af raunveruleika og fantasíu. Allri athyglinni er beint að brautinni og það er eins og það hafi ekki verið eytt nógu og miklu púðri í eðlisfræði bílanna sjálfra og áhrifanna sem þeir skapa á brautirnar í stað samspilsins sem brautirnar skapa á bílana. Maður finnur sig meira vera að spila arcade leik heldur en simulation og það er e.t.v. ekki það sem maður býst við af fyrrabragði við eins veigamikinn leik eins og WRC á að bjóða upp á hvað dýpt varðar.

Auðvitað er samt sem áður hægt að benda á að rallí er meira eins og arcade leikur þar sem stökk og handbremsubeygjur eru aðalatriðin en samt sem áður finnst manni það í fljótu bragði vera of létt. Það er t.d. mjög auðvelt að lenda í fyrsta sæti á öllum brautum í “normal” styrkleika nema þú sért í sjálfum sér algjör þurs og veist ekki muninn á hægri né vinstri. Ekki eins og rallí sé möguleiki fyrir þig í kjötheimi. :)

WRC er svolítið villandi stundum þar sem þróunaraðili hans sýnist vilja hafa gert leik með mikilli dýpt og vel til fundið simulation af raunverulegu WRC en því miður verð ég að viðurkenna að þeim mistekst það nokkuð.

Að auki er ekki hægt að leika sér með bílinn. Maður getur aðeins stillt 5 hluti, dekk, gírskiptingu, bremsustyrk, stýringu og togkraft. Það hefði verið gaman að sjá þegar maður líkur einni braut að sjá viðgerðarmennina eiga við bílinn til að gera þetta ögn raunverulegra og gefa manni meiri tilfinningu fyrir ökutækinu sjálfu og eiginleikum þess. En því miður var þessu öllu sleppt þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá finnst manni eins og það eina sem maður geri er að keppa.

Það var sniðugt af þróunaraðilum leiksins hafa framsetningu leiksins eins og sjónvarpsumfjöllun en með því líkist þetta um of Gran Turismo með endursýningum og svipaðri tónlist undir. Reyndar er tónlistin mjög vel valin og skartar frægum tónlistarmönnum. En viðtölin fyrir keppnir og umfjallanir um löndin verða þreytandi á endanum.

Annað sem þróunaraðilar líta framhjá er að það er löngun leikmannsins til þess að keyra út af og kanna landslagið. Það væri nefnilega snilld ef manni gengi illa í Portúgal að láta sig einfaldlega bara flakka niður af þverhnípi og sprengja sig í tætlur og vissulega getur maður það. En af einhverjum ástæðum er eins og Evolution Studios hafi ekkert verið of hrifnir af þeirri hugmynd að leikmenn gætu haft áhuga á að skemmta sér á þennan hátt. Til að mynda um leið og maður fer út af þá kemur upp lítill mælir sem telur frá 3 og niður og þegar hann hefur talið niður þá er maður látinn aftur niður á brautina sem gerir þennan möguleika að keyra langt útaf næstum því ómögulegan. Það sem ég skil ekki er, afhverju að vera eyða svona miklu púðri í að rendera þvílíkt víðáttumikið landslag ef ekki er hægt að kanna það svo? Svona beint áfram áneydd leikspilun á ekki tíðkast í leikjum sem WRC.

Þetta hljómar allt eins og mjög neikvæð umfjöllun en í sjálfum sér er WRC alveg stórkostlegur leikur. Keppnin sjálf er stórkostleg skemmtun og virkar vel. Grafíkin er fantaflott og framsetningin er frábær. Samt sem áður fær maður tilfinninguna fyrir því að þetta hefði getað orðið svo miklu meira ef aðeins meira púðri hefði verið lagt í þetta til að mynda ef þeir hefðu lagt eins mikið í leikinn sjálfan eins og þeir lögðu í framsetningu og grafík þá hefði þetta verið mikið betri leikur. Vissulega voru væntingar mínar mjög miklar og auðvitað er þetta mjög góður leikur í marga staði. Öfugt við allt gæti maður sagt að Evolution Studios hafi vitað muninn á því sem neytendur vilja hvað varðar áreiðanleika og leikspilunarmöguleika. Í sjálfum sér gæti líka verið svo að ég gerði of miklar kröfur í þennan leik. Sérstaklega eftir meistaraverkið sem GT3 var/er.

Það sem vantar í WRC er það sem við munum væntanlega fá að sjá í næsta Colin McRae leik þar sem Codemasters segjast ætla reyna að eyða meira púðri í spennuna í kringum kappaksturinn, ekki bara keppni eftir keppni heldur finna þessa fínu dýpt sem vantar.

<a href=http://mediaviewer.ign.com/mediaPage.jsp?media_id=160633&object_id=15949&media_type=P&ign_section=17&page_title=World+Rally+Championship+2001+preview+on+ps2.ign.com&adtag=network%3Dign%26site%3Dps2viewer%26adchannel%3Dps2%26pagetype%3Darticle&return_url=http%3A%2F%2Fps2.ign.com%2Fpreviews%2F15949.html>Skjáskot 1</a>
<a href=http://mediaviewer.ign.com/mediaPage.jsp?media_id=160628&object_id=15949&media_type=P&ign_section=17&page_title=World+Rally+Championship+2001+preview+on+ps2.ign.com&adtag=network%3Dign%26site%3Dps2viewer%26adchannel%3Dps2%26pagetype%3Darticle&return_url=http%3A%2F%2Fps2.ign.com%2Fpreviews%2F15949.html>Skjáskot 2</a>
<a href=http://mediaviewer.ign.com/mediaPage.jsp?media_id=160627&object_id=15949&media_type=P&ign_section=17&page_title=World+Rally+Championship+2001+preview+on+ps2.ign.com&adtag=network%3Dign%26site%3Dps2viewer%26adchannel%3Dps2%26pagetype%3Darticle&return_url=http%3A%2F%2Fps2.ign.com%2Fpreviews%2F15949.html>Skjáskot 3</a>

Dómurinn:

Framsetning: 8.0
Grafík: 9.0
Tónlist: 9.3
Leikspilun: 7.0
Ending: 7.0

Meðaltal: 8,06

Pressure