Time Crisis II - Playstation 2 leikjarýni Time Crisis II
Útgefandi: Namco
Þróunaraðili: Namco
Tegund: Byssuleikur
Uppruni: Japan
Fjöldi spilenda: 2

Leikir eins og Time Crisis II eiga heima í spilakössum. Það er með engu móti hægt að ætla að fólk eigi að spila þetta heima hjá sér á
risasjónvarpi með stýripinna eða ljósabyssu, sem seld er sér.

Eins og eldri leikir á Playstation þá skilar Namco ávalt góðu dagsverki og TCII er engin undantekning. Leikurinn er fantaflottur og kemur nákvæmlega eins út á PS2 grafíklega séð eins í spilakassa rétt eins og Tekken, Soul Calibur og þessir skotleikir. Þrátt fyrir að þessi leikur sé bein afritun af spilakassanum þá koma margir mini-leikir með og ýmsir gamalkunnir skotleikir sem gefa manni vænt nostalgíu kick frá fyrri tímum.

Þrátt fyrir ofangreint má ekki hrósa Time Crisis II um of þar sem kostnaður fyrir notandann getur farið fram úr öllu valdi miðað við það sem gengur og gerist með aðra leiki. Það er auðvitað hægt að nota Dual Shock stýripinnann, nýju GunCon 2 byssuna eða venjulega PSX stýripinnan. Í Bandaríkjunum er leikurinn seldur á rúma $60 með byssunni þannig að í sjálfum sér eru neytendur aðeins að greiða um $10 fyrir byssuna sjálfa miðað við að flestir aðrir leikir kosta $50.

Leikurinn fjallar um þessa týpísku vondu kalla sem ætla að taka yfir heiminn, sama gamla gamla þvælan. Það er þitt verkefni að skjóta þig í gegnum hundruðir óvina og stöðva ræsingu eldflaugagervihnattar. Leikurinn byrjar með þér ásamt félaga þínum sem bætir við aukinni skemmtan í TCII. Þegar leikurinn heldur áfram þá mun þessi félagi þinn, sem hægt er að láta annan leikmann stjórna eða tölvuna berjast með þér alla leiðina í gegnum leikinn. Oftast er hann við hliðina á þér en stundum þvælist hann fyrir þér og veldur þér leiða.
Verst er í bátaatriðinu á öðru borði þegar hann sikk sakkar þvers og krus yfir borðið og oftast fyrir óvinina sem þú ert á skjóta á. Virkilega pirrandi.

Rétt eins og í spilakassanum eru þrír endakallar, einn á hverju borði, það eru líka hlutir á borðunum sem hægt er að skjóta eins og bílar, tunnur og tré sem gefa auka stig. Það eru einnig a.m.k. tveir staðir þar sem maður nær sér í vélbyssu með óteljandi skotum.

Leikurinn í sjálfum sér er mjög stuttur, sérstaklega vegna þess að þþetta er spilakassaleikur. Sagan er nákvæmlega eins og í spilakassa en það sem bætir það upp eru aukaleikirnir sem Namco lætur fylgja með. Hverjir muna ekki eftir Agent Trainer, Quick & Crash, Shoot Away 2 og Crisis Mission?

Grafíklega séð þá sýnir leikurinn engann veginn kraft Playstation 2 vélarinnar þar sem upphafilegi leikurinn var gefinn út 1998. Samt sem áður lítur hann mjög vel út enda sagðist Namco hafa lagt smá vinnu við að bæta grafíkina til þess að hún liti ekki út sem úreld.

Hljóðin í TCII eru mjög góð, mikið af skot- og brothljóðum. Maður heyrir öskur og læti hér og þar, sprengingar í fjarlægð og brotnandi rúður hvívetna. Tónlistin er þessi ekta spennumyndatónlist sem passar vel inn í andrúmsloftið og verður hraðari eftir því sem átökin magnast.

Ef þú ert að leita að góðum ljósabyssuleik þá er Time Crisis II málið.
Loading tímarnir eru mjög góðir, mjög vandað split-screen fyrir 2 leikmenn og I.Link möguleikinn til að tengja saman tvær PS2 vélar gefa leiknum meiri endingu. Þrátt fyrir að leikurinn er stuttur þá verður maður háður honum mjög fljótt. Ef þú fílar svona leiki eða hefur haft gaman af Time Crisis leikjunum þá er þetta málið fyrir þig. Þú ert amk fljótur að koma út í plús miðað við ef þú myndir eyða þeim pening sem leikurinn kostar í Playstation 2 eintakið heldur en í spilakassann sjálfan.

-ScOpE

Dómar:
Framsetning: 6.0
Grafík: 5.0
Tónlist: 7.5
Leikspilun: 9.2
Ending: 6.8

Meðaltal: 6.9