Ég ætla hér að segja frá Dagor Bragollach - Eldibrandsorustunni. Ég geri þetta af því að mér langar að gera grein en líka vegna þess að það er enginn annar búinn að senda inn grein í svoldinn tíma.

Fjögur hundruð fimmtíu og fimm ár voru liðin síðan að tunglið reis fyrst og Fingólfur-Fingolfin Hákonungur Nolda var nýbúinn að leggja fram tillögu til að gera árás á Morgoth eftir langann tíma friðar. Það tók nær enginn undir þetta nema Angráður-Angrod og Agnór því þeir bjuggu í Furulöndum sem horfðu beint á móti Þengirimum. Það var svo lítill stuðningur að þessi tillaga var tröðkuð niður því að flestum líkaði friðurinn og vildu halda honum við.

En eitt kvöld komu út úr Þengirimum mikil eldfljót og og Járnfjöllin spúðu eldi. Þetta varð til þess að Grænaslétta varð undir miklu fljóti elds og brann öll og varð eftir það kölluð Kæfisandar. Margir Noldar voru drepnir því þeim tókst ekki að flýja undan eldfljótinu. Eftir eldfljótinu komu út margar óvættir og þar í fararbroddi var Glárungur hinn gyllti faðir allra dreka og var augnaráð hans verra en eldtungurnar sem hann bés frá sér. Á eftir honum komu Balroggarnir og á eftir þeim svo mikið af Orkum að Noldar hefðu ekki einu sinni þorað að ímyndað sér svo mikið. Þeir fóru um rænandi og rupplandi og drápu alla Nolda og vini þeirra bæði Sindra og Menn.

Angráður og Agnór féllu mjög fljótt og líka Brególas, höfðingi Bjárs ættar. En Barahír bróðir Brególasar hélt áfram að verja vestar í hæðunum nálægt Síríonsskarði. Þangað kom Finnráður Felagundur-Finnrod Felagund og hann flýtti sér svo um of að hann þaut eins og elding inní her orka með aðeins fámennt lið og voru þeir fljótt umkringdir. Þeir hefðu líklegast dáið hefði ekki Barahír komuð með marga af sínum bestu köppum og slegið spjóthring í kringum Felagund og menn hans. Þeir komust út úr ringulreiðinni en við mikið mannsfall. Þegar þeir voru loksins komnir út úr bardaganum þá gekk Finnráður í fóstbræðralag með Barahír og hans ætt og gaf honum signathring sinn(sem er hringurinn sem Aragorn er með í myndunum).

Sókn Morgoths var svo mikil að Fingólfur og Fingon gátu ekki komist sonum Finnfinns til hjálpar og var liðsauki þeirra sem þeir sendu hrakinn aftur til baka. Undir veggjum Lindarvirkis-Eiphel Sirion féll Haðór Gullinlokka eftir að hafa verið að verja baksveitir Fingólfs höfðingja síns. Með honum féll yngri sonur hans Gundór skotinn mörgum örvum. Þá tók Galdór hinn Hávi ( sem á víst að Galdor the Tall skill ekki þetta orð Hávi) við höfðingjatign af föður sínum. Hvorki Orkar né Balroggar gátu með engu móti unnið Síríonslindir og önnur virki í skuggafjöllum vegna hreistilegrar varnar Álfa og Manna.

Verst fór þó stríðið með Fjanórssyni á Austurmörkinni og nær allar varnir þeirra hrundu. Eftir mikið af dauðsfölllum af herjum Orkanna þá náðu þeir loks yfir Þröngaskarði-Aglon. Selegormur og Kúrfinnur komust þó eftir langt hlaup komust þeir loks til Nargóþrándar og fékkst Nárgóþránum þá mikill liðsauki. En þeir hefðu betur orðið eftir og barist með Mæðrosi bróður sínum því að á Sífreðahæð-Himring gerði hann nær yfirnáttúrlulega hluti á vígvellinum. Hann mynntist nú kvalanna sem hann þurfti að ganga í gegnum hangandi á turnum Þengirima. Þeir sem sáu hann héldu kannski að hann var andi sem rís aftur frá dauðanum svo að Orkar flýðu í ofboði frá honum. Þannig náðu óvinirnar aldrei yfir Sífreðahæð. Þetta heyrðu hinum dáðum klæddu stríðsmenn Furulanda um og fleirri kappar af Austurmörkinni og gerðu gagnsókn að Þröngaskarði og náðu þeir aftur Þröngaskarði og þannig tókst óvinunum aldrei að komast inní Belaland. Hins vegar yfirbugaði óvinurinn riddaralið Fjanorssona á Lothlam Norðurslétunni miklu enda kom þangað sjálfur Glárungur og ruddist óstöðvandi í gegnum Maglorshliðið. Landið milli tveggja upprsprettna Gelíonsfljóts gjöreyddist vegna hans. Orkarnir unnu líka virkið í vestur hlíðum Rerisfjalls og fóru eldi um Austurdalina - Þargelíon, land Karanþírs. Magor fór til Mæðrosar og hjálpaði honum á meðan Karanþír fór og safnaði saman dreifðum veiðiþjóðum Amróða og Amrásar og þeir héldu til Einmanahæðar-Amon Ereb og þar vörðust þeir og fengu jafnvel hjálp frá Grænálfum Sjöfljótalands sem sáu að hér væri alvara á ferðum.

Fréttir fóru að berast til Móðulands um að Furulönd voru glötuð, sonum Finnfinns hefði verið hrakti og drepnir og að flestum Fjanorssonum hefðu líka hrakist á flótta frá löndum sínum. Þá sá Fingólfur ekkert annað í stöðunni að honum sýndist en að allar ættir Nolda væru eyddar og ekki væri hægt að gera neitt í því. Þá stökk Fingólfur á bak Rokkála sínum mikla stríðsfáki og reið til Angbanda. Enginn þorði að stöðva hann á leiðinni því að Orkarnir héldu að hér væri kominn Ormar til að refsa þeim fyrir gjörðir sínar. Þegar Fingólfur kom til Þengirima skoraði hann Morgoth sjálfan á hólm. Morgoth var hræddur við að taka þessar áskorunn því að þótt hann væri máttugastur Valanna var hann líka sá eini sem var haldinn ótta. En hann gat ekki annað en tekið þessari áskorun því að hann var fyrir framan alla höfðingja sína sem allir höfðu heyrt áskorunina og heyrðu allir í hljómi horns Fingólfs. Svo hann þvingaðist til að taka áskoruninni. Þetta var jafnframt í síðasta skiptið sem að hann kom út úr Angböndum í allri styrjöldinni um Belaland.
“ Hann kom út, búinn svartri spangabrynju og gnæfði yfir Konunginum eins og turn, með járnkórunu sína, risavaxinn skjöld kolsvartann án skjaldamerkis og varpaði yfir andstæðing sinn skugga sem stormský væri. En það glytti í Fingólf langt fyrir neðan hann sem glytrandi stjörnur; því því að hringabrynja hans var öll silfruð og blár skjöldurinn settur kristöllum; og hann reiddi upp sverð sitt Ringil - Stjarnsverðið sem glitraði eins og klaki”
. Morgoth reiddi þá til höggs Grond, slaghamar undirheimanna. Hann sló honum niður sem þrumufleyg en Konungur vék sér undan. Morgoth sló Grond sjö sinnum og alltaf hafði Konungur vikið sér undan og í hvert skipti hjó hann í Morgoth og Morgoth öskraði. En Fingólfur þreyttist og Óvinurinn náði honum niður en þrisvar reis Konungurinn aftur upp og hjálmur hans var orðinn beyglaður. En í fjörða skiptið þá datt hann um stein og þá steig Morgoth á hálsinn á honum, og það var sem fjalli væri velt ofan á hann. En þá stakk hann sverði sínu í gegnum fótinn á Morgoth og hann veinaði af sársauka. Svo lét líf sitt Fingólfur Hákonungur Nolda stoltastur og hraustastur allra hina forna Álfakonunga. Þegar hann var dauður þá ætlaði Morgoth að henda líki hans fyrir úlfa en þá kom Þorundur konungur Arna Manwes og greyp hann og flaug með hann til hins hulda dal í Gondólín og lét hann á fjall sem er norður af Gondólín.

Í nær tvö ár eftir Eldibrandsorustuna vörður Noldar enn vestur skörðin við upptök Síríonsfljóts og Minas Tirith á Síríonseyju. En svo kom þar á Síríonseyju Sauron mestur og hræðilegastur allra þjóna Morgoths. Hann var höfðingi varúlfa og ríki hans var kvalar staður. Hann náði Síríonseyju á sitt vald vegna þess að dimmt ský óttans kom yfir verjendur virkisins og lamaði þá. Orðráður þurfti að flýja í ofboði til Nargóþrándar. Hin fagra Síríonseyja var fordæmd og var kölluð Varúlfaeyja-Tol-in-Gaurhoð. Nú höfðu herir Morgoths aðgang niður í Belaland og fóru að vinna virki vestursins eitt á fætur öðru. Þeir fóru niður með Kælu og voru nú búinr að umkringja Doríat. Engir Noldar komust inní Doríat vegna frændvíganna á Svanahöfn.

Hér lík ég sögn minni og vona að ykkur líkaði þetta. Þetta er fyrsta greinin mín svo að endilega segið mér ef það er eitthvað sem ég gæti gert betur.

Heimildir: Silmerillinn