The Stones Of Seeing eða Palantírarnir voru steinar sem gerðu eigendum þeirra kleift að tala saman og sjá hvorn annan yfir stór landsvæði.
Þessir steinar voru fullkomnar kúlur gerðar úr því sem virtist vera dökkt gler eða kristall. Stærð þeirra var mismunandi allt frá því að vera u.þ.b eitt fet en sumir (steinarnir í Osgiliath og Amon Sûl(weathertop) voru miklu stærri en það og gat einn maður ekki lyft þeim.Þeir voru þungir en fullkomlega sléttir og voru óbrjótandi gegn afli þó að sagt sé að með miklum hita hafi verið hægt að eyðileggja þá .
Þeir voru upprunanlega sjö á Middle Earth og var þeim bjargað af Elendil er Númenor féll. Þeir voru settir upp langt frá hvor öðrum í löndum Dúnedainana? (the Dúnedain) Arnor og Gondor.
Erfingjar hans máttu hvenær sem er líta í steinana og ef steinn missti eiganda þá máttu þeir slá eign yfir þá líkt og Aragorn gerir í TTT.
Þeir voru gerðir af Fjanori á árum trjánna? (Years of the trees tímabilið fyrir fyrstu öld).
Þeir voru aldrei notaðir í neitt annað en mikilvæg samtöl og voru geyndir í læstum herbergjum eða hátt í traustum turnum.
Aðeins kóngar og önnur mikilmenni ásamt varðmönnum steinana máttu líta í þá.

Fyrir fall Minas Ithil voru þeir samt notaðir allmikið en eftir að sá fyrsti hvarf (semsagt sá sem var í Minas Ithil og jafnframt steininn sem Sauron notaði til að spilla Sarúmani og Dynþóri(Denethor) á þriðju öld) minnkaði notkun þeirra mikið.
Í Arnor voru þrír steinar, einn í Amon Sûl (Weathertop, og jafnframt var þessi steinn sá kröftugasti í Norðri) turninum og annar í Annúminas (höfuðborg Arnors á meðan það var til).
Þessir tveir steinarnir hurfu er skipið Arvedui (nefnt eftir síðasta kóngi dúnedínana? (the Dúnedain) sem var einnig sá sem átti skipið og var í því)sakk í sjóinn.
Sá þriðji var í Elostirion (hæsti turninn af þrem sem voru í Emyn Beraid sem er svæði vestan við Hérað þar sem mikið er um hæðir, þessir þrír turnar voru byggðir af Gil-Galad sem gjöf til Elendils). Þessi pálnatír var sérstakur af því leyti að í honum var aðeins hægt að líta til hafsins nánar tiltekið þangað sem Númenor var. Aðeins afkomendur Ísildurs máttu líta í hann en ekki er sagt neinstaðar að einhver þeirra hafi gert það. Cirdan og álfar Lindon(svæðið þar sem the grey havens eru, þarna bjó Gil-Galad á annari öld) gættu hans. Þessi steinn var tekinn með til Valinor er Frodo, Gandalf, Cirdan, Galadriel og allir fara burt frá Middle Earth í lokinn á Lotr.

Í Gondor voru fjórir steinar. Sá fyrsti var í Minas Ithil og eins og ég sagði fyrr var hann tekinn af þjónum Saurons(sem notaði hann til að spilla Sarúmani og Dynþóri(Denethor) á þriðju öld eins og ég sagði áðan) er borgin féll ekki er alveg vitað hvort að þessi steinn lifði inn í fjórðu öldina.
Næsti steinn var í Minas Tirith og hann hvarf aldrei þetta er steininn sem Dynþór(Denethor) notaði á þriðju öld aðeins þessi og steininn í Orþanka (Orthanc) lifðu inn í fjórðu öld þó að það sé hugsanlegt að steininn í Minas Ithil hafi líka gert það.
Sá Þriðji var í Orþanka (Orthanc) hann týndist ekki heldur og var notaður af Sarúmani á þriðju öld.
Seinasti steininn var í Osgiliath(sá kröftugasti í Suðri) hann var geymdur fyrir neðan sal stjarnana (the dome of stars sem var hjarta Osgiliath og einnig var borgin skýrð eftir þessum stað Osgiliath=The Fortess Of The Stars).
Hann glataðist í í borgarastyrjöldinni sem herjaði í Gondor um miðja þriðju öld kallað Kin-Strife).

Steinarnir á Middle Earth voru ekki þeir einu sem voru til því í Valinor voru einnig steinar.
Meðal annara var sá steinn sem hafði mestan kraft(kallaður the master stone) sem geymdur var í the Tower of Avallónë (borg þeirra álfa sem lifðu á Tol Eressëa eyjunni sem var við austur strönd Valinor).
Það var sagt að ef horft var í steininn sem var í Elostirion væri hægt að sjá í þennan stein þó að það hefði aldrei verið reynt áður en hann var tekinn.


Wasted