Myndir þú breyta matarræði þínu algjörlega – það er, að skipta út hveiti fyrir spelt og hætta alveg að borða sykur, til þess að verða fullkomlega grannur?

Myndir þú gera það ef það væri alveg pottþétt að það myndi virka ?

Myndir þú hætta að borða pasta, brauð, nammi og snakk fyrir hið fullkomna útlit?

Það er einnig mjög líklegt að breytt mataræði valdi vellíðan – og fullkomið útlit veiti þér hamingju, en veitir fullkomin útlit þér meiri hamingju en uppáhalds pastarétturinn þinn ?

Þetta er erfitt val, og þess vegna ákvað ég að setja hér inná grein um þetta, kosti og galla, og vonast til þess að fá sem flest svör til þess að geta auðveldað val mitt, og ég vil ekki fá hvað ég ætti að gera, heldur hvað þið mynduð gera. Og sama hvað þið segið – ég móðgast ekki :)

Þetta breytta matarræði byggir á ýmsu sem ég las á netinu, og er þetta allt saman mjög öruggt og byggir á fjölda rannsókna.

Lifrin hefur það verkefni að brjóta niður fitu í líkamanum, en hefur ekki tíma í það, þegar hún er að vinna í því að brjóta niður öll ónáttúrulegu aukaefnin sem þú borðar.

Bæði sykur og hveiti hækka blóðsykurinn sem veldur því að hann fer úr því að vera á fitubrennslu-leveli, í það að vera í fituaukningar-leveli. Ef þú sleppir bæði hveiti og sykri myndi það bæta heilmargt.

Það er nú samt ekki það að þú eigir að sleppa öllum kolvetnum eins og sumir halda, heldur að sleppa þessum slæmu, sem eru mestmegnis í hveitinu, og heilhveitinu – sem er ekkert skárra. Með því að borða spelt og hýðishrísgrjón getur þú fengið nóg af hollum kolvetnum og samt verið mjó.

Með þessu bætta matarræði átt þú svo að mjókka smám saman –þar sem lifrin fer að hafa tíma í það að brenna fitunni – sama hversu mikið þú borðar, ef þú borðar rétta fæðið verður þú mjór.

Þetta á náttúrulega ekki að koma í veg fyrir æfingar – flestu fólki líður nú betur ef það hreyfir sig.

Ef ég myndi skella mér í þetta matarræði myndi ég nú samt ekki gera það fyrr en eftir nokkur ár þegar ég verð flutt að heiman, en kannski fínt að byrja að hætta nammi, og nota frekar spelt þegar þú ert að baka.

Þetta hefur náttúrulega sína ókosti – aðal ókosturinn er náttúrulega sá að þurfa endalaust að fylgjast með því sem maður borðar. Svo er spelt líka mun dýrara en hveiti.

Það er til í Bandaríkjunum sætuefni sem heitir Stevia og er algjörlega náttúrulegt og unnið úr einhverjum blómum. Þetta á víst að vera mjög svipað sykri nema ekki slæmt fyrir mann. Ég myndi náttúrulega nota þetta ef þetta væri til á Íslandi, en þetta er svo nýtt að það er ekki einu sinni komið í almennar matarbúðir í USA ennþá.

Þar að auki er ég mikill pasta-fan og langar ekki að sleppa því að borða pasta og lasagna – það gæti verið hægt að fá spelt pasta en ég er ekki viss, á eftir að googla það :D

Ég held nú samt að allt svona sé auðvelt eftir að maður venst þessu, eins og t.d. að skipta yfir í hýðishrísgrjónum í venjuleg. Mér fannst þau ógeðsleg fyrst en núna finnst mér þau miklu betri en hin.

Svo hvað finnst ykkur? Væruð þið til í að gera þetta?
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D