Nokkur fegurðarráð um þitt hár! Ef að fólki líkar vel er ég með nokkur önnur heilræði um aðra líkamsparta sem þurfa á umsjá ykkar að halda.

Þrjú meginatriði eru ef óskað er eftir fallegu hári - rétt matarræði, réttur þvottur og réttar hárvörur.

1. Megranir
Hárvöxtur fer eftir matarræði. Algengt megrana vandamál er “hármissir”, sem kemur af skorti járns í líkama þínum / blóði. Sem gæti orsakast af matarræði sem inniheldur of lítið af járnríkum mat » kjöt, egg, kornmeti og baunir. C vítamín er einnig nauðsinlegt » ferskir ávextir og grænmeti, það gerir líkamanum kleift að taka í sig járnið.

2. Miski hárs
Þótt svo að hársvörðurinn sé mjög sterkur, getur hann ekki þolað mikla misþyrmingu rétt eins og við öll. Skemmdir geta orsakast af of mikilli eða ófagmannlegri hárliðun (permanent). - litun, aftliun sérstaklega. Þó er einstaklingsbundið hvað hver og einn þolir af ofantöldu.

Til eru einstaklingar sem eru með ofnæmi fyrir litunarefnum og getur þá orðið bólginn og þrútinn. Ef þú ert að lita í fyrsta skiptið skalt þú til öryggjis setja örlitla klípu á handlegg þinn og bíða smá, ef að einhvað gerist er óæskilegt fyrir þig að nota það í hár þitt.

Flestallir sem aflita hárið sitt mjög oft með hydrogen peroxide gæti hárið orðið brothætt.
sem langoftast leiðir að því að hárið verði gróft, fái klofna enda, þynnist eða styttist.

3. réttur hárþvottur

1. Greiddu allar flækjur úr hárinu áður en þú bleitir það svo að hárið hreinsist auðveldlega og til að flækjurnar verði ekki verri.

2. Bleyttu hárið undir sturtuni heitt eða kalt vatn, þú ræður. [Fyrir sem besta útkomu getur þú fyrst bleytt hárið með heitu vatni til að opna hárið og til að skola alla fitu og óhreinindi burt. Síðan getur þú skolað hárið þitt með köldu vatni til að loka aftur hárinu og til að bæta meiri glans í það.]

3. Skolaðu hárið undir sturtuni með blíðlegum strokum fingurgóma þinna. Settu svo væna slettu af shampó í lófa þinn, nuddaðu þeim svo báðum saman og nuddaðu svo í hársvörðin EKKI Í ENDANA! Ef shampó fer í endana þurrkar það ednana og gæti leitt til þess að þeir veikist eða slitni. Heldur ekki klessa öllu hárinu saman og þeyta því útum allt, það flækjir það bara. Síðan skalt þú skola það í burt.

Gott er að hafa það að vana að setja svo aftur shampó. Ætlunin er sú að tilgangur fyrsta shampó þvotts sé að þrífa olíu og skít betur úr hárinu og annar þvottur sé til þess að láta efnin í shampóinu meðhöndla hárið. Í öðrum þvotti er gott að láta shampóið sitja í nokkrar mínótur. Eftir það skaltu skola hárið algjörlega.

Til þess að taka ofgnóttina af vatninu sem er nú í hári þínu skaltu kreista vatnið úr, ekki toga þó. Hárið er viðkvæmast þegar það liggur í bleyti.

Þegar því er lokið skaltu þú setja vænan skammt af hárnæringu fyrir þitt hár og smyrðu henni meðfram hárlínunni, hnakkagróf og enda hársins. Síðan skalt þú setja hárið inn í sturtuhettu, bíða í 10 mínótur og síðan skola mjög vel.

Satt er það að þetta er frekar tímafrekt ferli en munum að hafa frábært hár tekur vinnu og tíma!


Samt ef að þú ert á harðahlaupum dugar oftast fyrir mig bara að setjast á sturtu botninn bíða með hárnæringuna frekar bara í fimm mínótur og svo skola og stökkva út.

Bon appétit !
Pirates do not cry, except in the case of the loss of a shipload of rum.